Almennar fréttir
Samstarf Listasafn Íslands og Rauða krossins
24. maí 2022
Í byrjun maí skrifuðu Harpa Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Íslands og Kristín S. Hjálmtýsdóttir undir samstarfsyfirlýsingu í Listasafni Íslands, Safnahúsinu.
Í samstarfinu fellst að safnið veiti öllum hópum á vegum Rauða krossins aðgang að sýningum safnsins og menningararfi þjóðarinnar á opnunartíma safnsins.
Þá er krakkakaúbburinn Krummi einnig starfandi á safninu þar sem börnum og fjölskyldum þeirra er boðið til þátttöku í listasmiðjum tvisvar í mánuði sér að kostnaðarlausu. Með þessari samstarfsyfirlýsingu vill Listasafn Íslands hvetja önnur söfn og menningarstofnanir til þess að gera slíkt hið sama og opna dyr sínar fyrir hópum á vegum Rauða krossins.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.