Almennar fréttir
Samantekt á útköllum Rauða krossins 2018
26. febrúar 2019
Mikill fjöldi sjálfboðaliða tók þátt í fjölda útkalla á árinu
Yfirlit yfir útköll viðbragðsteyma Rauða krossins árið 2018 hefur nú verið gefið út. Í yfirlitinu kemur fram að mikill fjöldi sjálfboðaliða tók þátt í starfi félagsins á árinu í fjölda útkalla. Alls voru 347 sjálfboðaliðar kallaðir út samkvæmt samantektinni í 142 útköll. Ástæður útkallanna geta verið margar og mismunandi og má þar t.d. nefna útköll vegna sjálfsvígstilrauna, andláta, slysa, einstaklinga í leit að alþjóðlegri vernd, bruna og óveðra. Aðstoð sjálfboðaliða Rauða krossins í slíkum útköllum er einkum sálrænn stuðningur eða áfallahjálp, eftirfylgd og tilvísun en í einhverjum tilfellum snýst aðkoman einnig um grunnþarfir eins og fæði, klæði og húsaskjól.
Af samantektinni er ljóst að fjölbreytt og öflugt starf sjálfboðaliða Rauða krossins getur skipt sköpum fyrir einstaklinga sem lenda í skyndilegu áfalli, slysi eða óhappi. Sjálfboðaliðar Rauða krossins eru þjálfaðir í því að veita áfallahjálp og sálrænan stuðning þegar á þarf að halda. Rauði krossinn vill þakka sjálfboðaliðunum kærlega fyrir vel unnin störf á árinu 2018 og vonast til þess að gjöfult starf sjálfboðaliðanna haldi áfram næstkomandi ár.
Mánaðarleg framlög Mannvina Rauða krossins eru mikilvægur þáttur í að gera félaginu kleift að sinna þessu mikilvæga starf. Hægt er að gerast Mannvinur Rauða krossins með því að kynna sér málið og skrá sig hér.
Hægt er að nálgast yfirlit yfir útköll Rauða krossins árið 2018 hér.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitGísli Rafn Ólafsson ráðinn sem nýr framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi
Almennar fréttir 04. febrúar 2025Rauði krossinn á Íslandi hefur ráðið Gísla Rafn Ólafsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins og hefur hann störf í þessari viku.
Rauði krossinn við Eyjafjörð leggur 2 milljónir til neyðarsöfnunar fyrir Gaza
Almennar fréttir 29. janúar 2025Í tilefni af 100 ára afmæli Rauða krossins við Eyjafjörð hefur stjórn deildarinnar ákveðið að leggja 2 milljónir króna til neyðarsöfnunarinnar. Með þessu vill deildin sýna samhug og stuðning við þá sem þurfa á hjálp að halda á þessum erfiðu tímum.
Kvennadeild Reykjavíkurdeildar styrkir Frú Ragnheiði um 1.300.000 krónur
Almennar fréttir 24. janúar 2025Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins afhenti nýverið skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði, styrk að andvirði 1.300.000 króna. Upphæðin er afrakstur sölu á jólabasar kvennadeildarinnar, auk handverks sem framleitt var af Prjónahópnum og selt í sölubúðum á Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvogi.