Almennar fréttir
Saman fyrir Seyðisfjörð - rafræn listahátíð 25. -31. janúar
18. janúar 2021
Hjaltalín, Vök, Bjartar Sveiflur, JFDR, Cyber o.fl. koma fram
Verkefnið Saman fyrir Seyðisfjörð, Rauði krossinn og þekktir listamenn taka höndum saman til að vekja
athygli á harmleiknum sem ríkir þar eftir aurskriður síðustu vikna. Í lok ársins 2020 voru 14 heimili
gjörónýt, menningararfi skolað burt með aurskriðunum og samfélagið í uppnámi.
Undir formerkjum Saman fyrir Seyðisfjörð vinnur hópur fólks nú að því að styðja við Seyðisfjörð með
rafrænni listahátíð þar sem einvalalið tónlistarmanna kemur fram og listaverk úr íslenskri listasenu verða
til sýnis. Hægt verður að njóta listarinnar á ?samanfyrirseydisfjord.info? frá 25. - 31. janúar. Meðal þeirra
sem koma fram eru Bjartar Sveiflur, Hjaltalín, Vök, JFDR, Cyber, Benni Hemm Hemm & Prins Póló, Ívar
Pétur, Abby Portner, Sunna Margrét & Sexy Lazer, Samantha Shay & Andrew Thomas Huang og fleiri
listamenn sem tilkynnt verður um síðar.
Nánari upplýsingar um dagskrá verða birtar á ?instagram? en þar verður einnig áfram hægt að fylgjast með
stöðu mála á Seyðisfirði og fá innsýn inn í líf bæjarbúa.
Rauði krossinn heldur utan um fjársöfnun verkefnisins og sér um að útdeila þeim fjármunum er safnast í
nánu samstarfi við ýmsa aðila í samfélaginu.
Aðstandendur Saman fyrir Seyðisförð segja:
“Það eru engin orð til að lýsa þeirri tilfinningu að horfa hjálparvana á þegar heimili okkar, saga og
samfélag verða fyrir barðinu á náttúruhamförum sem þessum. SFS beitir sér fyrir því að vekja athygli á
ástandinu og safna fjármunum til að styðja við íbúa Seyðisfjarðar á meðan þeir vinna í þessu gríðarlega
áfalli og endurbyggja þetta einstaka bæjarstæði og samfélag sem skiptir svo marga svo miklu máli.”
Svona leggur þú þitt af mörkum:
Sendu sms skilaboðin HJALP í 1900 til að gefa 2900 krónur, eða farðu á ? gefa.raudikrossinn.is/9544 ? til
að millifæra.
Verkefnið á samfélagsmiðlum:
facebook.com/Saman-fyrir-Seyðisfjörð
instagram.com/saman_fyrir__seydisfjord/
Saman fyrir Seyðisfjörð press release
Saman fyrir Seyðisfjörð, the Red Cross and known artists have come together to bring national
attention to the crisis in Seyðisfjörður. At the end of 2020 the town was hit by multiple
landslides, completely destroying 14 homes, washing away history and leaving the community
shaken.
Saman fyrir Seyðisfjörð is a collaborative project that works to support the rebuilding of the
Seyðisfjörður community by hosting an online schedule of performances and artwork donated
by the creative community of iceland.
Saman fyrir Seyðisfjörð will be streaming on ?samanfyrirseydisfjord.info? from 25th - 31st January.
Content includes performances from, bjartar sveiflur, Hjaltalin, Vok, JFDR, Ivar Petur, Benni
Hemm Hemm & Prins polo, Abby Portner, Samantha Shay & Andrew Thomas Huang, Cyber,
Sunna Margret & Sexy Lazer and many more.
Follow on ?instagram? to keep up to date with the streaming times of content and the behind the
scenes look into the lives of the community in Seyðisfjörður, post landslide.
All donations raised by Saman fyrir Seyðisfjörð will go towards rebuilding and supporting the
community of Seyðisfjörður. Saman fyrir Seyðisfjörð funds will be distributed by the Red Cross
in collaboration with the community in Seyðisfjörður.
Quote from Saman fyrir Seydisfjord:
‘ There are no words to describe the feeling of watching helplessly as our home, history and community is hit by a natural disaster. SFS aims to raise awareness and drive donations to aid in supporting the residents of Seydisfjordur as they heal and rebuild the community which means so much to so many.’
Please donate in any way you can.
Text ‘HJALP’ to 1900 to donate 2,900 isk to donate from an Icelandic phone or go to
gefa.raudikrossinn.is/9544? for Icelandic and International donations.
Links to social media:
?facebook.com/Saman-fyrir-Seyðisfjörð
www.instagram.com/saman_fyrir__seydisfjord/
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.