Almennar fréttir
Sálfræðingar á vegum Rauða krossins á Íslandi við störf í Malaví
14. desember 2018
Sálfræðingarnir Elfa Dögg S. Leifsdóttir og Jóhann Thoroddsen fóru á dögunum sem sendifulltrúar Rauða krossins til Malaví þar sem félagið vinnur að langtíma þróunarverkefninu Aukinn viðnámsþróttur nærsamfélaga í þremur sunnanverðum héruðum landsins.
Sálfræðingarnir Elfa Dögg S. Leifsdóttir og Jóhann Thoroddsen fóru á dögunum sem sendifulltrúar Rauða krossins til Malaví þar sem félagið vinnur að langtímaþróunarverkefninu Aukinn viðnámsþróttur nærsamfélaga í þremur sunnanverðum héruðum landsins. Verkefnið er unnið í samvinnu við systurfélög Rauða krossins í Danmörku, Finnlandi og Ítalíu og styður utanríkisráðuneytið það dyggilega.
Tilgangur ferðarinnar var að halda leiðbeinendanámskeið fyrir starfsfólk malavíska Rauða krossins í sálrænum stuðningi. Námskeiðið er liður í að styrkja innviði malavíska landsfélagsins og gera sálrænan stuðning part af sem flestum verkefnum þess vítt og breytt um landið, en þörfin er mikil enda búa milljónir íbúa landsins við mikla fátækt. Þátttakendum námskeiðsins er nú í framhaldinu ætlað að halda styttri og lengri námskeið um sálrænan stuðning fyrir starfsfólk, sjálfboðaliða og almenning í Malaví.
Námskeiðið stóð yfir í fimm daga og það sóttu 19 starfsmenn sem komu frá þremur svæðum Malaví auk landsskrifstofu. Þátttakendur voru einstaklega áhugasamir og sýndu mikla þekkingu.
Í lok námskeiðsins var þátttakendum skipt niður í litla hópa og átti hver hópur að útbúa tæplega hálftíma ör-námskeið í sálrænum stuðningi. Þessar kynningar heppnuðust vel og sýndu þátttakendur góða færni í að koma þessum fróðleik á framfæri. Þá var stóra hópnum skipt upp í tvennt og hvor hópur um sig útbjó áætlun um væntanlegt námskeiðahald þátttakenda í framhaldinu.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.