Almennar fréttir
Róró færir Rauða krossinum Lúllu dúkkur að gjöf
20. maí 2021
Á dögunum fékk Rauði krossinn 25 Lúllu dúkkur að gjöf. Dúkkurnar fara meðal annars í sérstaka ungbarnapakka sem Rauði krossinn gefur barnshafandi konum sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi.
Á dögunum fékk Rauði krossinn 25 Lúllu dúkkur að gjöf frá Róró, fyrirtækinu á bakvið dúkkurnar vinsælu.
Dúkkurnar fara meðal annars í sérstaka ungbarnapakka sem Rauði krossinn gefur barnshafandi konum sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Pakkarnir innihalda til dæmis barnaföt, þar á meðal heimfarasett prjónuð af sjálfboðaliðum Rauða krossins en áhersla er lögð á að hafa pakkana bæði fallega og nytsamlega.
Lúlla dúkkan frá Róró stuðlar að bættum svefni, vellíðan og öryggistilfinningu barna en dúkkan, sem er hönnuð eftir rannsóknum, spilar upptöku af raunverulegri öndun og hjartslætti sem hefur róandi áhrif á börn á öllum aldri.
Það var Eyrún Eggertsdóttir, stofnandi Róró, sem afhenti dúkkurnar þeim Þóri Hall Stefánssyni og Guðrúnu Brynjólfsdóttur á hjálpar- og mannúðarsviði Rauða krossins.
Þórir Hall Stefánsson, verkefnastjóri í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd:
Við kunnum Róró bestu þakkir fyrir þessa rausnarlegu og afar nytsamlegu gjöf. Þetta er í annað sinn sem við fáum Lúllu dúkkur að gjöf og þær hafa nú þegar slegið í gegn hjá skjólstæðingum Rauða krossins, bæði sem hluti af ungbarnapökkum fyrir nýbura og sem gjöf til eldri barna. Það verður okkur sönn ánægja að koma dúkkunum 25 áfram til nýrra eigenda og við vonumst til að þetta fallega og góða samstarf við Róró sé komið til að vera.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.