Almennar fréttir
Röð út á götu á risa kíló fatamarkaði Rauða krossins
21. október 2021
Síðasta laugardag 16 október sl. var haldinn risa kíló fatamarkaður hjá Rauða krossins. Síðasta laugardag 16 október sl. var haldinn risa kíló fatamarkaður hjá Rauða krossins.
Síðasta laugardag 16 október sl. var haldinn risa kíló fatamarkaður hjá Rauða krossins. Slíkir markaðir hafa verið haldnir nokkrum sinnum á höfuðborgarsvæðinu og víðs vegar um landið. Markmið með slíkum kílómörkuðum er að efla alla endurnýtingu á góðum fötum innanlands.
Á markaðnum síðasta laugardag var sannarlega hægt að gera mjög góð kaup og fjöldi fólks nýtti sér það. Rauði krossinn reiknar með að um eitt tonn af fötum hafi selst á markaðnum, sem er nýtt met á slíkum mörkuðum Rauða krossins. Starfsmenn og sjálfboðaliðar hafa fundið fyrir mikilli tilhlökkun fólks í aðdraganda markaðarins og mættu fjölmargir af tryggustu viðskiptavinum Rauðakrossbúðanna á markaðinn.
Fjölmennasti hópurinn sem mætti á markaðinn voru í aldurshópnum 18-25 ára sem er einmitt sá aldurshópur sem verslar hvað mest í fatabúðum Rauða krossins. Flestir viðskiptavinir versluðu milli 2-3 kg af fötum á markaðnum. Kílóverðið var 2000 kr en lækkaði niður í 1500 kr ef verslað var fyrir meira en 3 kg.
Þrátt fyrir þann fjölda sem mætti á markaðinn fór allt mjög vel fram og viðskiptavinir sýndu mikla kurteisi og virtu mjög vel allar fjöldatakmarkanir inn á svæðið. Markaðurinn opnaði kl. 11 en strax upp úr klukkan 10 var farin að myndast röð fyrir utan. Það er því ekki annað hægt að segja en að markaðurinn hafi gengið einstaklega vel.Rauði krossinn þakkar öllum viðskiptavinum sem mættu á markaðinn síðasta laugardag og hlakkar til að taka á móti þeim sem ekki gátu mætt í einni af fatabúðum Rauða krossins um allt land.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.