Almennar fréttir
Rauði krossinn vekur athygli á túrheilbrigði kvenna á fátækum svæðum
07. júní 2019
Víða um heim skortir stúlkur dömubindi og hafa lítinn sem engan aðgang að hreinlætisaðstöðu þegar þær eru á túr.
Víða um heim skortir stúlkur dömubindi og hafa lítinn sem engan aðgang að hreinlætisaðstöðu þegar þær eru á túr. Í kjölfar alþjóðlega túlheilbrigðisdagsins sem var 28. maí sl. efndi Rauði krossinn á Íslandi til átaks til að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni sem í gegnum tíðina hefur ekki fengið mikla athygli þegar um er að ræða þróunar- og mannúðaraðstoð.
Á hamfarasvæðum þar sem fólk hefur þurft að flýja heimili sín getur þessi vandi stóraukist og mikilvægt er að viðbragðsaðilar taki tillit til þessa. Túr getur verið mjög viðkvæmt málefni og oft hafa stúlkur engar upplýsingar um hverju þær eiga von á.
Rauði krossinn hefur um árabil unnið með stúlkum sem búa við sárafátækt á dreifbýlum svæðum í Malaví. Mikil áhersla er lögð á túrhreinlæti, túrheilbrigði og að vinna gegn túrskömm, en hún hamlar stúlkum á marga vegu, brýtur meðal annars upp skólagöngu. Aðgengi að dömubindum er mjög takmarkað á fjölda dreifbýlla svæða í landinu og ótalmargar stúlkur missa viku úr skóla í hverjum mánuði, en í skólum er salernisaðstæður oft ófullnægjandi og stúlkur verða fyrir aðkasti ef aðrir verða þess var að þær eru á túr. Ekki góðar aðstæður til að fara á túr án dömubinda Það er óásættanlegt!
Við höfum opnað þetta mikilvæga samtal við íbúa á verkefnasvæðum okkar og vinnum nú með hópum unglingsstúlkna að málefninu. Einn þáttur þess felst í því að kenna þeim að sauma sér margnota dömubindi.
Þú getur tekið þátt með því að kaupa fjölnota dömubindi í vefverslun Rauða krossins hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.