Almennar fréttir
Rauði krossinn tók þátt í flugslysaæfingu
26. október 2021
Viðbragðshópar Rauða krossins á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í umfangsmikilli flugslysaæfingu laugardaginn 23. október á Keflavíkurflugvelli. Rauði krossinn opnaði söfnunarsvæði fyrir aðstandendur bæði í Reykjanesbæ og Reykjavík auk þess að koma til aðstoðar á söfnunarsvæði slasaðra á flugvellinum og við stjórnun og samhæfingu aðgerðanna í Samhæfingarstöð almannavarna í Reykjavík og aðgerðastjórn almannavarna á Suðurnesjum.
Viðbragðshópar Rauða krossins á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í umfangsmikilli flugslysaæfingu laugardaginn 23. október á Keflavíkurflugvelli. Æfð voru viðbrögð við því að stór farþegaflugvél með um 150 manns innanborðs hefði brotlent við lendingu. Eldar kviknuðu og allt viðbragðslið á suðvesturhorninu var virkjað á fyrsta forgangi.
Rauði krossinn opnaði söfnunarsvæði fyrir aðstandendur bæði í Reykjanesbæ og Reykjavík auk þess að koma til aðstoðar á söfnunarsvæði slasaðra á flugvellinum og við stjórnun og samhæfingu aðgerðanna í Samhæfingarstöð almannavarna í Reykjavík og aðgerðastjórn almannavarna á Suðurnesjum.
Æfingar af þessu tagi eru nauðsynlegar til að samhæfa fyrstu viðbrögð allra viðbragðsaðila svo björgun fólks verði með eins markvissum og öruggum hætti og nokkur kostur er á.

ISAVIA boðar reglulega til æfinga á öllum áætlunarflugvöllum á Íslandi í samstarfi við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Allir viðbragðsaðilar taka þátt í þessum æfingum s.s. lögregla, slökkvilið, sjúkraflutningamenn flugvallarstarfsfólk, björgunarsveitir, heilbrigðisstarfsfólk, Landhelgisgæslan, Neyðarlínan og viðbragðshópar Rauða krossins. Þá koma fjölmargir aðrir að þeim svo sem starfsfólk sendiráða, utanríkisþjónustunnar, Rannsóknarnefnd Samgönguslysa, Kennslanefnd ríkislögreglustjóra, starfsfólk flugfélaga og mikill fjöldi sjálfboðaliða sem taka að sér hlutverk slasaðra á vettvangi og aðstandenda.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.