Almennar fréttir
Rauði krossinn sér um farsóttarhúsið og sinnir símtölum 1717
06. mars 2020
Nú þegar faraldur COVID-19 af völdum kórónaveirunnar breiðist hratt út gegnir Rauði krossinn á Íslandi ákveðum skyldum og tekur þátt í viðbragðsáætlun almannavarna vegna heimsfaraldsins
Nú þegar faraldur COVID-19 af völdum kórónaveirunnar breiðist hratt út gegnir Rauði krossinn á Íslandi ákveðum skyldum og tekur þátt í viðbragðsáætlun almannavarna vegna heimsfaraldsins. Rauði krossinn hefur umsjá með farsóttarhúsinu og gegnir Hjálparsíminn 1717 mikilvægu hlutverki. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins er hluti af upplýsingateymi almannavarna sem starfar í samhæfingarstöð almannavarna (SST). Almannavarnir hafa lýst yfir neyðarstigi vegna faraldsins.
Farsóttarhús
Eitt af verkefnum Rauða krossins vegna COVID-19 er umsjá farsóttarhússins á Rauðarárstíg og hugsað fyrir þá einstaklinga sem er með einkenni og bíða eftir niðurstöðum eða veikt af COVID-19 og geta af ákveðnum ástæðum ekki verið heima hjá sér. Ákvörðun um dvöl í farsóttarhúsinu er tekin af lækni í samráði við farsóttarhúsið.
Í farsóttarhúsinu starfa sjálfboðaliðar Rauða krossins sem eru allir sérþjálfaðir að veita sálrænan stuðning og hafa fengið sérstaka þjálfun vegna vinnu sinnar með fólki sem dvelur í sóttkví og einangrun. Slíkur stuðningur getur skipt sköpum á tímum sem þessum.
Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhússins // mynd: mbl.is
Hjálparsíminn 1717
Sími læknavaktarinnar 1700, veitir upplýsingar um COVID-19 og skal fólk er finnur fyrir sjúkdómseinkennum veirunnar hafa samband við 1700.
Hjálparsímann 1717 og netspjallið veitir sálrænan stuðning og stendur almenningi til boða allan sólahringinn en Hjálparsíminn tekur einnig við yfirfalli frá símanúmeri Læknavaktarinnar.
Þá minnir Rauði krossinn á mikilvægi handþvottar og bendir á tilmæli frá landlækni sem koma fram hér að neðan.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.