Almennar fréttir
Rauði krossinn opnar nýtt sóttkvíarhótel
02. maí 2021
Í dag opnar Rauði krossinn sóttkvíarhótel á Hótel Kletti við Mjölnisholt í Reykjavík. Verður það þriðja sóttkvíarhótelið í Reykjavík og það fjórða á landinu en fyrir hefur Rauði krossinn umsjón með sóttkvíarhótelum á Fosshótel Reykjavík, Hótel Storm og Hótel Hallormsstað.
Í dag opnar Rauði krossinn sóttkvíarhótel á Hótel Kletti við Mjölnisholt í Reykjavík. Verður það þriðja sóttkvíarhótelið í Reykjavík og það fjórða á landinu en fyrir hefur Rauði krossinn umsjón með sóttkvíarhótelum á Fosshótel Reykjavík, Hótel Storm og Hótel Hallormsstað. Þá hefur Rauði krossinn einnig umsjón með farsóttarhúsum við Rauðarárstíg líkt og verið hefur síðastliðið ár.
Farþegum sem koma til landsins og ýmist þurfa eða kjósa að verja sinni sóttkví á sóttkvíarhóteli hefur farið nokkuð fjölgandi að undanförnu. Í nótt voru um 400 gestir á sóttkvíarhótelunum tveimur í Reykjavík og einungis örfá herbergi laus þar sem stendur. Í dag koma átta farþegavélar til landsins, sú fyrsta lenti í morgun og sjö eru væntanlegar síðar í dag, þar af koma tvær frá hááhættusvæðum með nýgengi smita yfir 700.
Með tilkomu sóttkvíarhótelsins á Hótel Kletti bætast 84 herbergi við fyrra framboð og Rauði krossinn þar með betur í stakk búinn til að taka á móti þeim gestafjölda sem búast má við í dag og næstu daga.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.