Almennar fréttir

Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð á Akureyri

01. júlí 2021

Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð og viðbragðshópur Rauða krossins á Norðurlandi kallaður út á þriðja tímanum í dag í kjölfar hópslyss á Akureyri. Þar hafði hoppukastali tekist á loft en fjöldi fólks var í kastalanum þegar atvikið átti sér stað.

Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð og viðbragðshópur Rauða krossins á Norðurlandi kallaður út á þriðja tímanum í dag í kjölfar hópslyss á Akureyri. Þar hafði hoppukastali tekist á loft en fjöldi fólks var í kastalanum þegar atvikið átti sér stað.

Vegna þessa opnaði Rauði krossinn fjöldahjálparstöð í Skautahöllinni á Akureyri þar sem sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins veittu sálrænan stuðning auk annarra verkefna en mikið fjölmenni var á svæðinu.

Rauði krossinn mun áfram veita stuðning eftir þörfum. 

  • Fulltrúar úr viðbragðshópi félagsins verða í Viðjulundi 2 á Akureyri á morgun, föstudaginn 2. júlí, á milli kl. 14 og 15 og eru þau sem vilja fá aðstoð og stuðning í kjölfar atburða dagsins hvött til að mæta þangað. 
  • Við minnum á að Hjálparsíminn 1717 er opinn allan sólarhringinn sem og netspjallið á 1717.is en þar veita sjálfboðaliðar Rauða krossins ráðgjöf og stuðning í nafnleynd og trúnaði.