Almennar fréttir
Rauði krossinn og Sjúkratryggingar Íslands saman að teikniborðinu
09. apríl 2021
Fulltrúar Rauða krossins (RKÍ) og Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) leita nú í sameiningu leiða til að uppfylla nýja reglugerð um sóttkví sem tók gildi á miðnætti. Snýr sú vinna einkum að því að tryggja gestum sóttkvíarhótela útivist án þess að skerða sóttvarnir.
Fulltrúar Rauða krossins (RKÍ) og Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) leita nú í sameiningu leiða til að uppfylla nýja reglugerð um sóttkví sem tók gildi á miðnætti. Snýr sú vinna einkum að því að tryggja gestum sóttkvíarhótela útivist, samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar, án þess að skerða sóttvarnir. Þetta kallar á verulega breytt verklag og aukinn mannafla. Lagt er kapp á að vinna þetta hratt og vel og má vænta frekari frétta á næstu 24-48 klukkustundum.
Meðan á þessari vinnu stendur er því miður ekki mögulegt að tryggja gestum tækifæri til útivistar þar sem slíkt myndi koma niður á sóttvarnarráðstöfunum og þar með ógna öryggi gesta sóttkvíarhússins í Þórunnartúni. RKÍ og SÍ treysta á skilning gesta og samfélagsins alls á þessum tímabundnu óþægindum.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.