Almennar fréttir
Rauði krossinn og GRÓ LRT undirrita samstarfssamning
30. apríl 2021
Fyrr í dag undirrituðu fulltrúar Rauða krossins á Íslandi og alþjóðlega landgræðsluskólans samstarfssamning. Með þessu er lagður grunnur að frekari samvinnu Rauða krossins og GRÓ LRT en samningurinn er um leið viljayfirlýsing á miðlun þekkingar og reynslu á milli aðilanna tveggja.
Fyrr í dag undirrituðu fulltrúar Rauða krossins á Íslandi og Landgræðsluskóla GRÓ (GRÓ LRT) samstarfssamning. Með þessu er lagður grunnur að frekari samvinnu Rauða krossins og GRÓ LRT en samningurinn er um leið viljayfirlýsing á miðlun þekkingar og reynslu á milli aðilanna tveggja. Með tilkomu samningsins mun GRÓ LRT veita ráðgjöf og stuðning við verkefni Rauða krossins sem meðal annars snúa að landgræðslu, endurheimt skóglendis og sjálfbærri landnýtingu.
Rauði krossinn á Íslandi hefur að undanförnu lagt aukna áherslu á þætti tengda loftslagi, umhverfi og sjálfbærni í mannúðarstörfum félagsins. Nýstofnaður sjálfbærnisjóður Rauða krossins rennir styrkum stoðum undir þessa áherslu sem auk þess sést skýrt í núgildandi stefnu félagsins.
Hlutverk Landgræðsluskóla GRÓ er að skapa og miðla þekkingu sem nýtist í þróunarlöndum með það að markmiði að draga úr land- og jarðvegseyðingu og neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga. Á hverju ári sækja 20 sérfræðingar frá þróunarlöndunum sex mánaða námskeið í landgræðslu og sjálfbærri landnýtingu sem haldið er á Íslandi af GRÓ LRT.
Það voru Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins og Sjöfn Vilhelmsdóttir, forstöðumaður Landgræðsluskóla GRÓ, sem undirrituðu samninginn.
Atli Viðar Thorstensen:
Það er okkur hjá Rauða krossinum mikil ánægja að ganga til samstarfs við GRÓ LRT. Rauði krossinn býr yfir mikilli reynslu af fjölbreyttum mannúðar- og þróunarverkefnum og hefur að undanförnu lagt aukna áherslu á sjálfbærni í störfum sínum. Dæmi um það er aðkoma okkar að endurheimt skóglendis í Síerra Leóne sem tryggir um leið betra fæðuöryggi og styrkir viðnámsþrótt íbúa á svæðinu. Með formlegu samstarfi við GRÓ LRT njótum við sérfræðiþekkingar skólans á landgræðslu og sjálfbærri landnýtingu sem mun skipta sköpum fyrir árangur verkefna Rauða krossins.“
Rauði krossinn og GRÓ LRT hlakka til framhaldsins og binda vonir við að samstarfið muni leiða til vitundavakningar um mikilvægi sjálfbærni og landgræðslu í þróunarverkefnum.
GRÓ LRT and the Icelandic Red Cross sign a Memorandum of Understanding
This morning, GRÓ LRT and the Icelandic Red Cross signed a Memorandum of Understanding (MoU) to establish a strategic collaboration between the two parties. The MOU expresses an interest in sharing of expertise, capacity training and collaborating in development projects focusing on land restoration and environmental sustainability.
The Icelandic Red Cross has increasingly been focusing on climate and environmental related issues in its international development and humanitarian work. Landscape restoration for environmental sustainability is now seen as key in its integrated community development programmes designed to build resilience of vulnerable communities.
GRÓ LRT creates and shares knowledge and strengthens capacity in developing countries with the aim of solving pressing challenges related to management and restoration of land and ecosystems. GRÓ LRT provides annually fellowships for 20 working specialists from developing countries to participate in a six-month training programme in Iceland on land restoration and sustainable land management
GRÓ LRT and the Icelandic Red Cross look forward to their collaboration and hope that it will lead to enhanced understanding and focus on land restoration and environmental sustainability in international development projects.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.