Almennar fréttir
Rauði krossinn í samstarf við Háskóla Íslands
06. desember 2018
Háskóli Íslands afhendir tölvur sem nýtast munu í margvísleg verkefni félagsins til stuðnings flóttafólki.
Fulltrúar Rauða krossins á Íslandi tóku í vikunni við tíu tölvum sem nýtast munu í margvísleg verkefni félagsins til stuðnings flóttafólki. Við sama tækifæri undirrituðu Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins, samkomulag um að Háskólinn láti Rauða krossinum árlega í té tölvur sem hætt er að nota í skólanum.
Í samkomulaginu kemur fram að Háskólinn afhendi Rauða krossinum á Íslandi tölvurnar til notkunar í starfi sínu og þær muni nýtast því flóttafólki sem Rauði krossinn vinnur með, t.d. í íslenskunámi, almennu námi og við atvinnu- og húsnæðisleit.
Við afhendingu tölvanna þakkaði rektor öllu starfsfólki Háskólans sem hefði komið að verkefninu og sagði það njóta hlýhugs og stuðnings fólks um allan háskóla. „Ánægjulegt er að tryggja áframhald verkefnisins með formlegu samkomulagi milli Háskóla Íslands og Rauða krossins. Við munum afhenda fleiri tölvur næsta sumar svo að Rauði krossinn geti nestað fleiri nemendur úr hópi flóttafólks með tölvum í tæka tíð fyrir haustið,“ sagði Jón Atli.
Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi segir: „Það er afar mikilvægt að stutt sé við nám flóttafólks og ekki síst unga fólksins í þeirra hópi. Mannauður samfélagsins verður meiri og fjölbreyttari með komu flóttafólks og annarra innflytjenda og við þurfum að veita þeim tækifæri til að eflast og blómstra í nýjum heimkynnum. Við erum afar ánægð með þetta samstarf við Háskólann.“
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.