Almennar fréttir
Rauði krossinn í Fjarðabyggð tekinn til starfa
02. nóvember 2020
Nokkrar deildir Rauða krossins hafa nú sameinast og heitir nýstofnuð deild Rauði krossinn í Fjarðabyggð.
Rauði krossinn í Fjarðabyggð tók til starfa þann 29. október sl. en þá var fjarfundur haldinn og ný deild stofnuð.
Starfssvæði deildarinnar nær yfir það svæði sem áður tilheyrði Norðfjarðardeild, Eskifjarðardeild, Reyðarfjarðardeild, Fáskrúðsfjarðardeild og Breiðdalsdeild.
Guðrún Margrét Björnsdóttir er nýkjörinn deildarformaður.
Aðrir stjórnarmenn eru:
- Sigurlaug Sveinsdóttir, Norðfjörður
- Guðrún María Ísleifsdóttir, Reyðarfjörður
- Karl Þórður Indriðason, Breiðdalur
- Birkir Snær Guðjónsson, Fáskrúðsfjörður
Stjórn skiptir með sér verkum
Varamenn:
- Sigurjón Valmundsson, Eskifjörður
- Jóhann Þ. Þórðarson, Norðfjörður
- Guðmunda Erlendsdóttir, Reyðarfjörður
- Esther Brune, Fáskrúðsfirði
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.