Almennar fréttir

Rauði krossinn á Íslandi leitar að öflugum og drífandi einstaklingum til að starfa í símaveri félagsins

03. júní 2019

Rauði krossinn á Íslandi leitar að öflugum og drífandi einstaklingum til að starfa í símaveri félagsins. Starfið felur í sér að kynna starfsemi Rauða krossins og bjóða fólki að styrkja samtökin

Starfið felur í sér að kynna starfsemi Rauða krossins og bjóða fólki að styrkja samtökin. Um er að ræða hlutastarf þar sem unnið er 2-3 vaktir á viku. Vinnutíminn er á kvöldin frá kl. 17-21, mánudaga til fimmtudaga. Í starfinu gefst tækifæri á að kynnast verkefnum stærstu mannúðarhreyfingu heims og er tilvalið starf með skóla.

Hæfniskröfur:

  • Áhugi á verkefnum Rauða krossins
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Samviskusemi og áreiðanleiki
  • Góð færni í íslensku er skilyrði
  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur

Sótt er um starfið í gegnum Alfreð.  Eingöngu 18 ára og eldri koma til greina.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun stöðugildanna þegar ákvörðun um ráðningar hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar veitir:

Ómar Búi Sævarsson, omarbui@redcross.is, vaktstjóri í úthringiveri.