Almennar fréttir
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
03. desember 2024
Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ.
Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum, meðal annars fyrir Sjálfsbjörg - landssamband hreyfihamlaðra og Hollvini Grensásdeildar Landspítala.
Framlög til söfnunarinnar eru frádráttarbær samkvæmt lögum 32/2021 um skattalega hvata til stuðnings við almannaheillastarfsemi. Frádráttur lögaðila vegna slíkra framlaga getur numið allt að 1,5% af heildartekjum á því ári sem stuðningurinn er veittur. Allur ágóði af afmælissöfnuninni rennur til innlendrar starfsemi RKÍ.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.

Mikil neyð í Mjanmar
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Mjanmar eru að störfum við erfiðar aðstæður á hamfarasvæðum eftir jarðskjálftana miklu.

Bráðaliðar drepnir við störf sín
Alþjóðastarf 31. mars 2025Alþjóðaráð Rauða krossins segir svívirðilegt að átta bráðaliðar á vegum palestínska Rauða hálfmánans, auk starfsmanna almannavarna á Gaza og Sameinuðu þjóðanna, hafi verið drepnir við störf sín á svæðinu.