Almennar fréttir
Ragna Árnadóttir kjörin í stjórn IFRC
19. júní 2022
Rauði krossinn á Íslandi hlaut í dag kjör til stjórnar Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC Governing Board) á aðalfundi IFRC sem haldinn er í Genf. Ragna Árnadóttir er fulltrúi Rauða krossins á Íslandi og er sjálfboðaliði í stjórninni næstu fjögur ár.
IFRC er samband allra landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans um heim allan, alls 192 félög. Í stjórninni sitja forseti, fimm varaforsetar og fulltrúar frá 20 landsfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans um heim allan.
Ragna er skrifstofustjóri Alþingis, var áður aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og dómsmálaráðherra. Hún hefur verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum á Íslandi um árabil og var varaformaður stjórnar félagsins frá 2012-2020.
Rauði krossinn á Íslandi hefur ein sinni áður átt fulltrúa í stjórn IFRC, en Guðjón Magnússon læknir sat í stjórninni á árunum 1989-1993.
Hlutverk stjórnarinnar er m.a. að vera ráðgefandi milli aðalfunda IFRC, ráða framkvæmdastjóra IFRC og sjá til þess að ákvörðunum aðalfundar sé framfylgt. Með kjörinu hefur Rauði krossinn á Íslandi tækifæri til að móta stefnu IFRC til framtíðar og tryggja eftirfylgni við markmið alþjóðahreyfingarinnar um mannúð og óhlutdrægni um allan heim.
Á myndinni eru þær Silja Bára R. Ómarsdóttir, formaður Rauða krossins á Íslandi, Ragna Árnadóttir og Kristín S. Hjálmtýsdóttir eftir kjörið í dag.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.