Almennar fréttir
Perlaðar myndir og frjáls framlög
18. júní 2020
Vinirnir Stefán Berg, Sigmundur Ævar, Óðinn Helgi og Hilmar Marinó gengu í hús á Akureyri og söfnuðu peningi til styrktar Rauða krossinum
Þeir Stefán Berg Jóhannsson, Sigmundur Ævar Ármannsson, Óðinn Helgi Harðarson og Hilmar Marinó Arnarsson gengu á dögunum í hús á Akureyri og söfnuðu peningi til styrktar Rauða krossinum. Þeir tóku bæði við frjálsum framlögum en seldu einng perlaðar myndir sem þeir höfðu sjálfir búið til. Þessir framtakssömu drengir söfnuðu samtals 17.068 krónum og afhentu starfsfólki Eyjafjarðardeildar upphæðina. Við þökkum þeir kærlega fyrir sitt framlag til mannúðarmála.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.