Almennar fréttir
Palestínskur sjúkraflutningamaður Rauða hálfmánans lést við störf á Gaza
11. júní 2019
Mohammad Judeili, sjúkraflutningamaður Rauða hálfmánans í Palestínu lést í gær, en hann var skotinn fyrir rúmum mánuði af Ísraelsher þar sem hann stóð vaktina og sótti slasaða á Gaza
Mohammad Judeili, sjúkraflutningamaður Rauða hálfmánans í Palestínu lést í gær, en hann var skotinn fyrir rúmum mánuði af Ísraelsher þar sem hann stóð vaktina og sótti slasaða á Gaza. Mohammad hafði legið þungt haldinn síðan hann varð fyrir gúmmíhúðaðri málmbyssukúlu sem ísraelskur hermaður skaut þann 3. maí síðastliðinn. Byssukúlan fór í gegnum nefið á honum með þeim afleiðingum að hann hlaut höfuðkúpubrot.
Það verður seint brýnt nógu oft fyrir stríðandi fylkingum hve gróft brot á alþjóðlegum mannúðarlögum slíkar árásir eru. Hermenn skulu, skv. þeim ekki hindra að heilbrigðisstarfsfólk geti unnið starf sitt á vettvangi og ekki má ráðast á sjúkrabíla eða sjúkrahús eða annað húsnæði þar sem særðum er hjúkrað. Hjálparstarfsfólk á átakasvæðum eru ekki skotmark.
Rauði krossinn Íslandi styður Rauða hálfmánann í Palestínu
Sjúkraflutningamenn í Palestínu sinna starfi sínu við afar hættulegar og erfiðar aðstæður. Líkt og Rauði krossinn á Íslandi sinnir Rauði hálfmáninn í Palestínu rekstri sjúkrabíla. Með aðstoð íslenskra lækna og sjúkraflutningamanna hafa palestínskir sjúkraflutningamenn fengið þjálfun sem gerir þá hæfari til að flytja sjúklinga við erfiðar aðstæður eins og þær sem ríkja á Gasasvæðinu.
Stuðningur Mannvina, mánaðarlegra styrktaraðila Rauða krossins, gerir okkur kleift að veita bræðrum okkar og systrum fyrir botni Miðjarðarhafs lífsbjargandi aðstoð.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.