Almennar fréttir
Óvissustig almannavarna vegna kórónaveiru (2019-nCoV)
27. janúar 2020
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru (2019-nCoV). Ekkert smit hefur verið staðfest á Íslandi.
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru (2019-nCoV). Ekkert smit hefur verið staðfest á Íslandi.
Í lok desember 2019 bárust fregnir af alvarlegum lungnasýkingum í Wuhan-borg í Kína. Í kjölfarið var staðfest að um áður óþekkt kórónaveiruafbrigði er að ræða, sem nú kallast 2019-nCoV. Staðfest er að veiran smitast á milli manna og að hún getur valdið alvarlegum veikindum. Faraldurinn breiðist hratt út en enn sem komið er hafa flest tilfellin greinst í Kína.
Í ljósi þessa, og á grundvelli áhættumats Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og Sóttvarnarstofnunar ESB, hefur Ríkislögreglustjóri lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru (2019-nCoV).
Óvissustigi er lýst þegar grunur vaknar um að yfirvofandi sé atburður sem hefur áhrif á lýðheilsu. Í kjölfarið er samstarf stofnana aukið, sem og upplýsingamiðlun. Vöktun er efld, áhættumat endurskoðað svo oft sem þurfa þykir og birgðastaða nauðsynlegra bjarga er könnuð og skráð. Farið er yfir viðbragðsáætlanir og fyrirliggjandi verkferla.
Frekari upplýsingar má finna á vef Landlæknisembættisins, www.landlaeknir.is
///////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////
The National Commissioner of the Icelandic Police, in association with the Directorate of Health, has declared an uncertainty phase due to the novel coronavirus (2019-nCoV). No confirmed cases in Iceland.
At the end of December 2019, Chinese authorities identified a cluster of serious respiratory infections of unknown cause in Wuhan-city in China. The causative agent has since been identified, a novel coronavirus, now called 2019-nCoV. The virus can be spread from person to person although the extent of transmission is still not clear. Whilst many questions remain unanswered the outbreak and number of infections are fast increasing. Most confirmed cases are in China.
While there are no suspected cases of the novel coronavirus (2019-nCoV) in Iceland, the National Commissioner of the Icelandic Police, in association with the Directorate of Health, has declared an uncertainty phase based on risk assessments from The World Health Organization (WHO) and the European Center for Disease Control (ECDC).
Uncertainty phase is characterized by an indication of event that could pose a health- or security threat to people, communities or the environment. Relevant authorities are closely coordinating the response and monitoring the situation.
Detailed information from the Directorate of Health about the 2019-nCoV can be found here: https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item38798/Novel-coronavirus-2019-nCoV as well as on the webpage of the Civil Protection and emergency management authority: www.almannavarnir.is
Follow them on Facebook as well for updated information:
https://www.facebook.com/almannavarnir/
https://www.facebook.com/landlaeknir/
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.