Almennar fréttir
Óskað eftir sjálfboðaliðum til að sinna íslenskukennslu
11. september 2020
Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ leitar að áhugasömum og duglegum sjálfboðaliðum til að sinna íslenskukennslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd.
Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ leitar að áhugasömum og duglegum sjálfboðaliðum til að sinna íslenskukennslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd.
Íslenskukennslan er hluti af Félagsstarfi hælisleitenda sem miðar að því að auka virkni þátttakenda og draga úr félagslegri einangrun.
Kennsla fer fram í húsnæði Rauða krossins að Strandgötu 24, Hafnarfirði (nánari tímasetning ákveðin síðar og í samráði við sjálfboðaliða).
Áhugasamir þurfa að hafa reynslu af kennslu og eru beðnir um að hafa samband við Evu Dögg í evadogg@redcross.is eða síma 775-7758 sem fyrst.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.