Almennar fréttir
Óskað eftir sjálfboðaliðum til að sinna íslenskukennslu
11. september 2020
Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ leitar að áhugasömum og duglegum sjálfboðaliðum til að sinna íslenskukennslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd.
Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ leitar að áhugasömum og duglegum sjálfboðaliðum til að sinna íslenskukennslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd.
Íslenskukennslan er hluti af Félagsstarfi hælisleitenda sem miðar að því að auka virkni þátttakenda og draga úr félagslegri einangrun.
Kennsla fer fram í húsnæði Rauða krossins að Strandgötu 24, Hafnarfirði (nánari tímasetning ákveðin síðar og í samráði við sjálfboðaliða).
Áhugasamir þurfa að hafa reynslu af kennslu og eru beðnir um að hafa samband við Evu Dögg í evadogg@redcross.is eða síma 775-7758 sem fyrst.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.