Almennar fréttir
Óskað eftir framboðum og tilnefningum til stjórnar Rauða krossins á Íslandi
09. janúar 2024
Á aðalfundi Rauða krossins á Íslandi sem haldinn verður 4. maí 2024 ber að kjósa stjórnarfólk. Hér með er lýst eftir framboðum þeirra sem vilja taka að sér eftirfarandi hlutverk.

Kjörnefnd Rauða krossins á Íslandi hefur nú tekið til starfa skv. 7. gr. laga Rauða krossins á Íslandi frá 21. maí 2022 og verklagsreglum kjörnefndar. Þetta tilkynnist hér með deildum félagsins, félögum og sjálfboðaliðum sem áhuga kunna að hafa.
Á aðalfundi Rauða krossins á Íslandi sem haldinn verður 4. maí 2024 ber að kjósa stjórnarfólk sem hér segir:
- Varaformaður til fjögurra ára
- Fimm stjórnarmenn til fjögurra ára
- Einn stjórnarmaður til tveggja ára
- Tveir varamenn til tveggja ára
Hér með er lýst eftir framboðum þeirra sem vilja taka að sér ofantalin hlutverk.
Tillögum eða upplýsingum um framboð skal koma á framfæri við kjörnefndarfólk, sjá að neðan eða skriflega til Landsskrifstofu á netfangið kristjana(hjá)redcross.is eða í pósti merkt:
Rauði krossinn á Íslandi – kjörnefnd
Efstaleiti 9
103 Reykjavík
Frestur til að skila tillögum og framboðstilkynningum er til miðnættis sunnudaginn 4. febrúar 2024.
Kjörnefndin er þannig skipuð:
- Hrund Snorradóttir, formaður, Rauða krossinum á höfuðborgarsvæðinu: hrundsnorra(hjá)hotmail.com
- Gunnar Frímannsson, Rauða krossinum við Eyjafjörð: frimanns(hjá)gmail.com
- Guðrún Vala Elísdóttir, Rauða krossinum á Vesturlandi: vala(hjá)simenntun.is
- Helga Gísladóttir, Rauða krossinum í Barðastrandasýslu: hgisla(hjá)icloud.is
Varamenn:
- Sveinbjörn Finnsson, Rauða krossinum á höfuðborgarsvæðinu: sveinbjorn(hjá)gmail.com
- Solveig Friðriksdóttir, Rauða krossinum í Fjarðarbyggð: sollashape(hjá)gmail.com
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sunna Ósk ráðin upplýsingafulltrúi
Almennar fréttir 10. mars 2025Sunna Ósk Logadóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Hún hefur þegar tekið til starfa.

Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð
Almennar fréttir 06. mars 2025Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð verður haldinn fimmtudaginn 13. mars kl. 18:00 í Múlanum - samvinnuhúsi, Bakkavegi 5, 740 Neskaupsstað

Þingmenn skuldbinda sig til að tala fyrir málefnum barna á Alþingi
Almennar fréttir 03. mars 2025Hópur tíu þingmanna allra flokka á Alþingi skrifuðu undir yfirlýsingu í dag sem fól í sér skuldbindingu um að hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í störfum sínum á þinginu og leitast við að tileinka sér barnvæn sjónarmið. Þetta var í sjöunda skiptið sem talsmenn barna á Alþingi eru skipaðir og er verkefnið samstarf Barnaréttindavaktarinnar. Að Barnaréttindavaktinni standa níu félagasamtök sem láta sig réttindi og velferð barna varða. Það eru Barnaheill, Heimili og skóli, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Rauði krossinn, Samfés, UMFÍ, UNICEF á Íslandi, Þroskahjálp og ÖBÍ réttindasamtök.