Almennar fréttir
Opnuðu litlu Melabúðina til styrktar börnum á Gaza
11. október 2024
Vinkonurnar Matthildur Atladóttir, Laufey Hrefna Theodórsdóttir, Halldóra Guðrún Johnson og Anna Jakobína Hjaltadóttir stofnuðu litla búð fyrir utan Melabúðina og seldu alls kyns hluti til styrktar börnum á Gaza.
Með þeim á myndinni er bróðir Matthildar, Vésteinn Kári Atlason, sem var sérstakur aðstoðamaður vinkvennana í búðinni.
Hópurinn afhenti Rauða krossinum afraksturinn sem var 13.863 kr.
Við þökkum þeim kærlega fyrir framlag sitt í þágu mannúðar!
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitFjöldahjálparstöð opin í Egilsbúð í dag
Almennar fréttir 20. janúar 2025Fjöldahjálparstöðin í Egilsbúð, Neskaupsstað, verður opin í dag, frá kl. 10:00 til 16:00, vegna rýmingarinnar. Allir sem þurfa aðstoð eru hvattir til að koma í Egilsbúð. Hjálparsíminn 1717 hefur verið virkjaður.
Fjöldahjálpastöðvar opnaðar á Austfjörðum
Almennar fréttir 19. janúar 2025Búið er að opna fjöldahjálparstöð í Egilsbúð í Neskaupstað og í Herðubreið á Seyðisfirði. Hjálparsíminn 1717 hefur verið virkjaður.
100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.