Almennar fréttir
Nýtt neyslurými opnað í Borgartúni: Stórt skref í skaðaminnkun
12. apríl 2024
Eftir langa bið er loksins að koma upp nýtt neyslurými sem staðsett verður í Borgartúni. Þetta er mikilvægt skref í skaðaminnkun og fagnaðarefni fyrir samfélagið, segir Hafrún Elísa Sigurðardóttir, teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum.

Aðstæður vímuefnanotenda hafa versnað mikið síðustu mánuði eftir að eina neyslurými landsins var lokað. Því er opnun nýja rýmisins í Borgartúni mjög vænt fyrir þessa hópa.
Terra einingar hafa styrkt verkefnið með því að gefa húsnæði til eins árs. Þetta verkefni byggir á góðri reynslu sem fékkst úr Ylju, neyslurými Rauða krossins sem starfrækt var í bíl frá 2022 til 2023.
Hafrún segir að notendur hafi verið neyddir til að nota vímuefni í óöruggum aðstæðum, sem gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu þeirra. Húsnæðið sem nú verður opnað í Borgartúni er rúmir hundrað fermetrar, sem er mun stærra en bíllinn sem var notaður áður.
„Við vonumst eftir því að í þessu rými getum við boðið upp á, í mesta lagi, átta manns að koma í einu,“ segir Hafrún. „Þetta er mjög stór áfangi í skaðaminnkun á Íslandi og gríðarlega mikilvægt fyrir þjónustuþega okkar.“
Ósk Sigurðardóttir, deildarstjóri Höfuðborgardeildar Rauða krossins, segir ákvörðun borgaryfirvalda, Sjúkratrygginga Íslands og Landlæknis jákvætt skref í átt að skaðaminnkun og gleðilegt sé að sá hópur sem fæstir veita athygli fái nú lífsbjargandi aðstöðu og um leið aðstoð vegna smásýkinga sem valdið hafa einstaklinga miklum veikindum. Það er von okkar að neyslurýmið hjálpi til við að koma fyrr í veg fyrir slæmar sýkingar í þessum hópi.
Þetta er mjög mikið og stórt fagnaðarefni fyrir alla sem eru að vinna að skaðaminnkun og betri aðstæðum fyrir vímuefnanotendur á Íslandi.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.

Mikil neyð í Mjanmar
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Mjanmar eru að störfum við erfiðar aðstæður á hamfarasvæðum eftir jarðskjálftana miklu.