Almennar fréttir
Nýtt neyslurými opnað í Borgartúni: Stórt skref í skaðaminnkun
12. apríl 2024
Eftir langa bið er loksins að koma upp nýtt neyslurými sem staðsett verður í Borgartúni. Þetta er mikilvægt skref í skaðaminnkun og fagnaðarefni fyrir samfélagið, segir Hafrún Elísa Sigurðardóttir, teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum.
Aðstæður vímuefnanotenda hafa versnað mikið síðustu mánuði eftir að eina neyslurými landsins var lokað. Því er opnun nýja rýmisins í Borgartúni mjög vænt fyrir þessa hópa.
Terra einingar hafa styrkt verkefnið með því að gefa húsnæði til eins árs. Þetta verkefni byggir á góðri reynslu sem fékkst úr Ylju, neyslurými Rauða krossins sem starfrækt var í bíl frá 2022 til 2023.
Hafrún segir að notendur hafi verið neyddir til að nota vímuefni í óöruggum aðstæðum, sem gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu þeirra. Húsnæðið sem nú verður opnað í Borgartúni er rúmir hundrað fermetrar, sem er mun stærra en bíllinn sem var notaður áður.
„Við vonumst eftir því að í þessu rými getum við boðið upp á, í mesta lagi, átta manns að koma í einu,“ segir Hafrún. „Þetta er mjög stór áfangi í skaðaminnkun á Íslandi og gríðarlega mikilvægt fyrir þjónustuþega okkar.“
Ósk Sigurðardóttir, deildarstjóri Höfuðborgardeildar Rauða krossins, segir ákvörðun borgaryfirvalda, Sjúkratrygginga Íslands og Landlæknis jákvætt skref í átt að skaðaminnkun og gleðilegt sé að sá hópur sem fæstir veita athygli fái nú lífsbjargandi aðstöðu og um leið aðstoð vegna smásýkinga sem valdið hafa einstaklinga miklum veikindum. Það er von okkar að neyslurýmið hjálpi til við að koma fyrr í veg fyrir slæmar sýkingar í þessum hópi.
Þetta er mjög mikið og stórt fagnaðarefni fyrir alla sem eru að vinna að skaðaminnkun og betri aðstæðum fyrir vímuefnanotendur á Íslandi.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.