Almennar fréttir
Nýr vefur fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd
02. febrúar 2024
Rauði krossinn á Íslandi hefur opnað nýja vefsíðu sem er ætlað að bæta upplýsingamiðlun til umsækjenda um alþjóðlega vernd. Síðan er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi.
Rauði krossinn opnaði í dag nýja vefsíðu sem er ætluð umsækjendum um alþjóðlega vernd, en markmiðið er að svara þörfum hópsins og auðvelda honum aðgengi að upplýsingum um þá þjónustu sem honum stendur til boða á Íslandi.
Að baki síðunni er langt ferli upplýsingaöflunar og hún varð að veruleika með stuðningi frá Digital Studio Aranja. Vonast er til að síðan auki skilvirkni upplýsingamiðlunar til umsækjenda um alþjóðlega vernd.
Á síðunni má finna upplýsingar um starf Rauða krossins fyrir umsækjendur, ásamt upplýsingum um allar helstu síður annarra félagasamtaka og opinberra aðila sem bjóða hópnum þjónustu. Vefsíðan er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.
Síðuna má finna hér og þar sem hún er ætluð fjölbreyttum hópi umsækjenda um alþjóðlega vernd er hún á ensku, spænsku, úkraínsku og arabísku.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitGísli Rafn Ólafsson ráðinn sem nýr framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi
Almennar fréttir 04. febrúar 2025Rauði krossinn á Íslandi hefur ráðið Gísla Rafn Ólafsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins og hefur hann störf í þessari viku.
Rauði krossinn við Eyjafjörð leggur 2 milljónir til neyðarsöfnunar fyrir Gaza
Almennar fréttir 29. janúar 2025Í tilefni af 100 ára afmæli Rauða krossins við Eyjafjörð hefur stjórn deildarinnar ákveðið að leggja 2 milljónir króna til neyðarsöfnunarinnar. Með þessu vill deildin sýna samhug og stuðning við þá sem þurfa á hjálp að halda á þessum erfiðu tímum.
Kvennadeild Reykjavíkurdeildar styrkir Frú Ragnheiði um 1.300.000 krónur
Almennar fréttir 24. janúar 2025Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins afhenti nýverið skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði, styrk að andvirði 1.300.000 króna. Upphæðin er afrakstur sölu á jólabasar kvennadeildarinnar, auk handverks sem framleitt var af Prjónahópnum og selt í sölubúðum á Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvogi.