Almennar fréttir
Ný vefsíða lítur dagsins ljós
04. febrúar 2022
Ný vefsíða Rauða krossins leit dagsins ljós um miðjan janúar og er hún stór liður í stafrænni vegferð félagsins.
Þar verður lögð áhersla á Mínar síður þar sem fólk mun geta séð allar helstu upplýsingar um sig, námsskeiðskráningar, skírteini og fleira. Markmið síðunnar er að einfalda aðgengi að upplýsingum fyrir notendur, sjálfboðaliða, námskeiðsþátttakendur, Mannvini, leiðbeinendum og öðrum sem vilja leggja Rauða krossinum lið. Síðan var unnin með Vettvangi og um leið og við þökkum fyrir gróskumikið og gott samstarf hlökkum við til áframhaldandi umbóta og samstarfs.
Hans Júlíus, markaðsstjóri Vettvangs, færði Rauða krossinum gjöf í tilefni opnun heimasíðunnar. Nadía Ýr markaðsfulltrúi veitti henni móttökur fyrir hönd Rauða krossins. Við þökkum Vettvangi kærlega fyrir gjöfina og hlökkum við til náins samstarfs í framtíðinni.
Við erum stolt af nýju vefsíðunni okkar og vonum að þið njótið þess að vafra um króka hennar og kima.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.