Almennar fréttir

Neyðarsöfnun fyrir Beirút lokið

14. ágúst 2020

Samtals söfnuðust 16.224.530 kr. og alls lögðu 1.752 einstaklingar, samtök og fyrirtæki henni lið auk átta milljóna sem koma frá utanríkisráðuneytinu

Neyðarsöfnun Rauða krossins vegna hamfarasprenginga í Beirút er lokið. Samtals söfnuðust 16.224.530 kr. og alls lögðu 1.752 einstaklingar, samtök og fyrirtæki henni lið auk átta milljóna sem koma frá utanríkisráðuneytinu

„Við erum mjög þakklát fyrir þau góðu viðbrögð og skilning sem landsmenn hafa sýnt íbúum Líbanon á þessum erfiðu tímum“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins. Allt söfnunarféð rennur beint til lífsbjargandi verkefna Rauða krossins í Líbanon sem mun vinna að nauðsynlegu uppbyggingarstarf í kjölfar sprenginganna sem sviptu a.m.k. 178 lífinu. Um 6000 slösuðust og um 300.000 urðu heimilislaus.

Atli Viðar segir að framundan sé flókið verkefni sem lúti af því að mæta þörfum þolenda og útvega meðal annars fæði, lyf og húsaskjól, tryggja aðgengi að heilbrigðisþjónustu og veita fólki sálrænan stuðning. Á sama tíma þarf að hefta frekari útbreiðslu COVID-19, en faraldurinn gerir allt hjálparstarf erfiðara og flóknara á vettvangi.

Rauði krossinn þakkar almenningi og utanríkisráðuneytinu innilega fyrir stuðningin við þolendur í Beirút. 

\"\"Mikael Kári Jóhannsson og Hjalti Guðmundsson gáfu 29.500 kr.

  

\"\"Bjarndís Olga Hansen og Ólafur Elías Ottósson Schiöth söfnuðu 8300 kr.