Almennar fréttir
Nemendur Grundaskóla söfnuðu rúmlega milljón fyrir Rauða krossinn
02. desember 2022

Góðgerðardagur í Grundaskóla til styrktar hjálparstarfi í Malaví
Undanfarna daga og vikur hafa nemendur og starfsfólk Grundaskóla undirbúið markað en þar var til sölu fjölbreytilegur varningur. Fullt var út úr dyrum og margir með seðla á lofti til að tryggja sér fljóta og örugga afgreiðslu. Meðal annars var hægt að kaupa handverk úr leir og textíl, skreyttar krukkur, kökudeig, kókoskúlur, bækur og dót, pulsur og djús og kökur og kaffi.

Söfnuðu 1.160.000 kr.
Alls náðist að safna 1.160.000 kr. fyrir Rauða krossinn sem rennur til hjálparstarfs okkar í Malaví.
Við þökkum Grundaskóla kærlega fyrir frábært framtak!

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.

Mikil neyð í Mjanmar
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Mjanmar eru að störfum við erfiðar aðstæður á hamfarasvæðum eftir jarðskjálftana miklu.

Bráðaliðar drepnir við störf sín
Alþjóðastarf 31. mars 2025Alþjóðaráð Rauða krossins segir svívirðilegt að átta bráðaliðar á vegum palestínska Rauða hálfmánans, auk starfsmanna almannavarna á Gaza og Sameinuðu þjóðanna, hafi verið drepnir við störf sín á svæðinu.