Almennar fréttir
Misbrigði V - LHÍ og Rauði krossinn í samstarfi
15. nóvember 2019
Rauði krossinn hefur um fimm ára skeið verið í samstarfi við hönnunar- og arkitektúradeild Listaháskóla Íslands.
Rauði krossinn hefur um fimm ára skeið verið í samstarfi við hönnunar- og arkitektúradeild Listaháskóla Íslands.
Í dag, föstudaginn 15. nóvember verður opnuð sýningin Misbrigði V í Þverholti 11.
Með Misbrigðum V eru skoðaðar leiðir til að skapa nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum með þekkingu og aðferðafræði hönnunar að vopni.
Nemendurnir eru 9 talsins og hannaði hver og einn nemandi tískulínu sem samanstendur af þremur heildarútlitum, verkin eru því í heildina talið 27 og því af nægu að taka. Fataiðnaðurinn er einn sá mest mengandi í heiminum og stöðug áhersla er lögð á að minnka framleiðslu fatnaðar. Það að draga þurfi úr framleiðslu og breyta aðferðum þarf hinsvegar ekki að koma niður á sjálfri sköpunargleðinni. Þvert á móti munum við líklega hafa enn meiri þörf fyrir sköpun og þekkingu þar sem gömul klæði og efni eru glædd nýju lífi og textíll er endurunninn á skapandi hátt.
Markmið verkefnisins er að vekja athygli nemenda á sjálfbærni. Í áfanganum ræða þeir neysluhegðun samfélagins í samhengi við viðtekin gildi, atvinnulíf og hagkerfi. Vakin er athygli á því hvernig fatakaup eiga sér stað, hvað hefur raunverulegt gildi og hvað ekki. Möguleikar sköpunar og þekkingar eru skoðaðir í samhengi við endurvinnslu. Nemendur vinna einungis með notuð föt og afganga við sköpun sína; ekkert nýtt er keypt.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.