Almennar fréttir
Misbrigði V - LHÍ og Rauði krossinn í samstarfi
15. nóvember 2019
Rauði krossinn hefur um fimm ára skeið verið í samstarfi við hönnunar- og arkitektúradeild Listaháskóla Íslands.
Rauði krossinn hefur um fimm ára skeið verið í samstarfi við hönnunar- og arkitektúradeild Listaháskóla Íslands.
Í dag, föstudaginn 15. nóvember verður opnuð sýningin Misbrigði V í Þverholti 11.
Með Misbrigðum V eru skoðaðar leiðir til að skapa nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum með þekkingu og aðferðafræði hönnunar að vopni.
Nemendurnir eru 9 talsins og hannaði hver og einn nemandi tískulínu sem samanstendur af þremur heildarútlitum, verkin eru því í heildina talið 27 og því af nægu að taka. Fataiðnaðurinn er einn sá mest mengandi í heiminum og stöðug áhersla er lögð á að minnka framleiðslu fatnaðar. Það að draga þurfi úr framleiðslu og breyta aðferðum þarf hinsvegar ekki að koma niður á sjálfri sköpunargleðinni. Þvert á móti munum við líklega hafa enn meiri þörf fyrir sköpun og þekkingu þar sem gömul klæði og efni eru glædd nýju lífi og textíll er endurunninn á skapandi hátt.
Markmið verkefnisins er að vekja athygli nemenda á sjálfbærni. Í áfanganum ræða þeir neysluhegðun samfélagins í samhengi við viðtekin gildi, atvinnulíf og hagkerfi. Vakin er athygli á því hvernig fatakaup eiga sér stað, hvað hefur raunverulegt gildi og hvað ekki. Möguleikar sköpunar og þekkingar eru skoðaðir í samhengi við endurvinnslu. Nemendur vinna einungis með notuð föt og afganga við sköpun sína; ekkert nýtt er keypt.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.