Almennar fréttir
Matráður óskast
17. júlí 2019
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir matráði í 70% starf til að sjá um mötuneyti félagsins í Efstaleiti 9 í Reykjavík.
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir matráði í 70% starf til að sjá um mötuneyti félagsins í Efstaleiti 9 í Reykjavík. Mötuneyti Rauða krossins er framreiðslueldhús þar sem ýmist er boðið upp á aðsendan mat í hitabökkum eða léttan hádegisverð fyrir allt að 50 manns. Þá sér matráður um fundakaffi og umsjón með kaffistofu fyrir starfsmenn og gesti Rauða krossins. Vinnutími er frá kl. 9-14 alla virka daga.
Helstu verkefni:
· Framreiðsla á aðsendum mat
· Eldun og framreiðsla á súpum og öðrum léttum hádegismat
· Umsjón með kaffistofu
· Frágangur, þrif og sótthreinsun í mötuneyti og kaffistofu
· Innkaup á matvörum
· Gæðaeftirlit
Hæfniskröfur:
· Reynsla af sambærilegum störfum eða menntun á sviði matvælagreina.
Umsóknarfrestur er til og með 1. ágúst 2019.
Hægt er að hafa samband í marino@redcross.is fyrir nánari upplýsingar en sótt er um starfið á Alfreð.
In English:
Canteen staff
70% position
The Icelandic Red Cross seeks a canteen staff member for its headquarters in Efstaleiti 9 in Reykjavik. Our canteen serves lunch for up to 50 people daily. Hot meals come pre-made from catering services and light lunches are prepared on-site. The canteen staff member also handles the office cafeteria (coffee, tea and snacks). Working hours are weekdays from 10-14.
Main tasks:
· Preparation of pre-made lunch
· Cooking and preparation of soup and other light lunch
· Handling of cafeteria
· Cleaning and disinfection of kitchen and cafeteria
· Purchase of food products
· Quality assurance
Qualifications:
· Qualified kitchen or canteen worker, either by training or experience
Application due date: 1 August 2019
More information: marino@redcross.is
Apply through Alfreð.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.