Almennar fréttir
Margir hafa týnt ástvinum vegna átaka í Úkraínu
27. mars 2023
Fjölskyldusameiningar er eitt mikilvægasta verkefni Rauða krossins og fyrir ári setti hreyfingin upp sérstaka skrifstofu til að sinna þeim þúsundum fjölskyldna sem hafa týnt ástvinum vegna vopnaðra átaka í Úkraínu.
Leitarþjónusta alþjóðaráðs Rauða krossins er eitt elsta verkefni hreyfingarinnar, en í yfir 150 ár hefur hún hjálpað fólki sem hefur orðið viðskila við ástvini sína að sameinast þeim á ný og á þann hátt hefur hún sinnt einni af grundvallarskyldum alþjóðaráðsins, samkvæmt Genfar-sáttmálanum. Leitarþjónusta alþjóðaráðs hefur það hlutverk að samhæfa aðgerðir landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans til að koma fjölskyldumeðlimum aftur í samband, finna og bera kennsl á týnda einstaklinga, vernda reisn hinna látnu og mæta þörfum fjölskyldna þeirra sem eru týndir um allan heim.
Alþjóðaráð Rauða krossins opnaði sérstaka skrifstofu innan leitarþjónustu sinnar í mars 2022 til að sinna átökunum milli Rússlands og Úkraínu. Hlutverk hennar er að vera hlutlaus milliliður milli stríðandi fylkinga og draga úr þjáningu fjölskyldna sem hafa ekki fengið fréttir af afdrifum ástvina sinna vegna átakanna, annað hvort vegna þess að þeir hafa verið handsamaðir af óvinum eða vegna þess að þau misstu sambandið eftir að hafa flúið heimili sín.
Skrifstofan safnar saman, miðstýrir og sendir út upplýsingar um örlög og staðsetningu fólks sem hefur verið hneppt í varðhald eða fallið í hendur óvina sinna, hvort sem það er í hernaði eða ekki. Hún fylgist með örlögum þessara einstaklinga og fjölskyldna þeirra á meðan þeir eru á valdi óvina sinna, hvort sem þeir eru lífs eða liðnir, til að koma í veg fyrir að þeir hverfi og til að viðhalda fjölskyldutengslum.
Skrifstofan er staðsett í Genf og vinnur náið með öðrum aðilum innan alþjóðahreyfingar Rauða krossins um allan heim til að samhæfa aðgerðir. Hún er skipuð þverfaglegu teymi sem inniheldur fólk sem talar bæði rússnesku og úkraínsku og eru sérfræðingar á sviði fjölskyldusameininga, leitar að týndu fólki, réttarfræði, gagnastjórnunar og gagnagreiningar. Leitarþjónusta alþjóðaráðs Rauða krossins mun starfa eins lengi og þörf er á til að veita fjölskyldum upplýsingar um ástvini sína.
- Frá upphafi átakanna hafa skrifstofur leitarþjónustunnar í Genf, Kiev og Moskvu fengið næstum 57 þúsund símtöl, tölvupósta og eyðublöð af netinu frá fjölskyldum sem eru að leita upplýsinga um týnda ástvini.
- 47 starfsmenn fá hundruð beiðna á hverjum degi frá fjölskyldum sem eru að leita að týndum ástvinum sínum.
- Skrifstofan er nú með yfir 7000 virkar beiðnir um rakningu frá áhyggjufullum fjölskyldum, en vitað er að það eru mun fleiri fjölskyldur sem bíða milli vonar og ótta um fréttir af ástvinum sínum sem hafa ekki enn haft samband.
- 22,312 einstaklingar eru nú í gagnabanka skrifstofunnar, en þetta eru týndir einstaklinga, frelsissviptir einstaklingar og fjölskyldur þeirra. Fylgst er með örlögum þeirra og upplýsingum um þá verður haldið til haga eins lengi og þörf krefur.
- Í yfir 4,448 skipti hefur skrifstofan haft samskipti við fjölskyldur til að veita fréttir og uppfærslur.
- Upplýsingum hefur verið komið til skila beint til fjölskyldna 3,689 sinnum.
- 759 sinnum hefur skilaboðum verið komið til skila milli fjölskyldumeðlima í gegnum öruggar skilaboðasendingar á vegum Rauða krossins.
- Skrifstofan er studd og vinnur í samstarfi við net yfir 40 landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans, þar á meðal Rauða krossinn á Íslandi, sem og 18 sendinefndir alþjóðaráðs Rauða krossins um allan heim.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.