Almennar fréttir
Mannúðarráðstefna til stuðnings baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi haldin í síðustu viku
31. maí 2019
Rauði krossinn á Íslandi hefur undanfarin ár stutt Alþjóðaráð Rauða krossins í þessari baráttu, til dæmis með stuðningi til verkefna áátakasvæðum í Sýrland, Suður-Súdan og Austur-Kongó..
Í síðustu viku í Osló, Noregi var haldin í fyrsta sinn, mannúðarráðstefna til stuðnings baráttunni gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi á átaka- og hamfarasvæðum. Alþjóðaráð Rauði krossins og Rauða hálfmánans og Sameinuðu þjóðirnar, ásamt stjórnvöldum í Noregi, Írak, Sómalíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna stóðu fyrir ráðstefnunni.
Tilefni ráðstefnunnar var að efna til átaks gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi á neyðarsvæðum, en hingað til hefur afar takmörkuðu fjármagni verið veitt í þennan málaflokk. Minna en 1% af öllu því fjármagni sem veitt er til mannúðaraðstoðar er nýtt til að koma í veg fyrir kynferðislegt og kynbundið ofbeldi á átaka- og hamfarasvæðum.
Í óeirðum átaka og hamfara, á kynferðislegt og kynbundið ofbeldi auðveldara með uppgang og er oft notað sem vopn í átökum.
Yves Daccord, framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) sagði á ráðstefnunni að kynferðislegt ofbeldi væri væri ekki einungis vandi af völdum átaka og hamfara heldur samfélagslegt vandamál og nauðsynlegt væri að ráðast að rótum vandans. Mikilvægt er að þessi vinna sé leidd af ríkisstjórnum.
,,Við verðum að fást við þetta vandamál frá öllum hliðum. Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans er tilbúin að vinna með stjórnvöldum og öðrum er hlut eiga að máli til þess að samhæfa baráttuna.’’
Rauði krossinn á Íslandi hefur undanfarin ár stutt Alþjóðaráð Rauða krossins í þessari baráttu, til dæmis með stuðningi til verkefna á átakasvæðum í Sýrland, Suður-Súdan og Austur-Kongó og hefur utanríkisráðuneytið stutt verkefnin. „Kynferðislegt ofbeldi á átakasvæðum er alvarlegt brot á Genfarsamningunum sem eru lög sem gilda í vopnuðum átökum“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi. „Því miður eru þessi alvarlegu brot alltof algeng og með okkar framlögum og stuðningi viljum við draga úr þessum alvarlegu brotum. Það eru bæði karlar, konur, drengir og stúlkur sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi en meirihluti þolenda eru stúlkur og konur. Við vitum að mikið vantar upp á jafnrétti kynjanna og það verður að laga. Framför og þróun grundvallast á kynjajafnrétti og aukinni menntun og valdeflingu kvenna og stúlkna. Það vitum við og það höfum við séð í okkar eigin verkefnum. Þess vegna er svo mikilvægt að koma í veg fyrir þessa alvarlegu glæpi sem kynferðisleg og kynbundið er og það getur Rauða kross hreyfingin gert og tryggja að þeir sem bera ábyrgð á þeim glæpum séu sóttir til saka, segir Atli ennfremur.
Alþjóðaráð Rauða krossins er með umfangsmiklar aðgerðir á öllum helstu átakasvæðum heims þar sem fjölþættum þörfum þolenda kynferðislegs ofbeldis er mætt, s.s. með heilbrigðis – og geðheilbrigðisþjónustu, hjálpargögnum og verkefnum sem gera þolendum kleyft að afla sér tekna til lifsviðurværis. Forvarnarstarf er einnig unnið með þeim samfélögum sem byggja viðkomandi svæði. Sérstaða Alþjóðaráðs Rauða krossins veitir ráðinu einstakt aðgengi að æðstu ráðamönnum og stjórnendum með ákvarðanavald, bæði ríkisstjórnum og öðrum vopnuðum hópum. Alþjóðaráðið beitir sér fyrir aukinni þekkingu á mannúðarlögum og reynir að hafa áhrif á hegðan bardagamanna í vopnuðum átökum.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.