Almennar fréttir

Málþing um lög í stríði í Norræna húsinu

14. mars 2019

Rauði krossinn á Íslandi og Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík, með stuðningi utanríkisráðuneytisins, standa að málþingi fimmtudaginn 21. mars í Norræna húsinu um Genfarsamningana og lög í stríði.

Rauði krossinn á Íslandi og Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík, með stuðningi utanríkisráðuneytisins, standa að málþingi fimmtudaginn 21. mars í Norræna húsinu um Genfarsamningana og lög í stríði. 

Málþinginu er ætlað að auka þekkingu fagfólks og almennings á alþjóðlegum mannúðarlögum, einkum Genfarsamningunum. Í vopnuðum átökum gilda lög og eitt af meginverkefnum Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) er að kynna fyrir stjórnvöldum og stríðandi fylkingum um allan heim hvaða réttindi og skyldur hvíla á þeim á meðan á átökum stendur. Umfjöllunarefni málþingsins afmarkast við lög í stríði (International humanitarian law, IHL), með áherslu á vernd almennra borgara í átökum gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áhrif vopnaðra átaka á heilbrigðisþjónustu. Þá verður jafnframt fjallað um mannúðarréttinn og íslenskt lagaumhverfi, þá sérstaklega innleiðingu refsiákvæða mannúðarréttarins í íslensk lög. 

Málþingið fer fram á ensku. Aðgangur er ókeypis og opinn öllum. Léttar veitingar í boði.

Nánari upplýsingar má finna á eftirfarandi síðu:

https://www.facebook.com/events/413001889434692/