Almennar fréttir
Magnús Hallgrímsson fyrrum sendifulltrúi Rauða krossins látinn
13. nóvember 2020
Magnús var öflugur sendifulltrúi og lét sig sjaldan vanta á viðburði á vegum Rauða krossins.
Magnús Hallgrímsson verkfræðingur starfaði fyrir Rauða krossinn bæði innanlands og á erlendum vettvangi frá árinu 1980. Hann fór í fjölda starfsferða fyrir Rauða krossinn á Íslandi, hans fyrsta ferð var í flóttamannabúðum í Indónesíu sem voru í sameiginlegri umsjón Alþjóðaráðs Rauða krossins og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hann starfaði einnig í Eþíópíu fyrir hönd Rauða krossins sem og í Jórdaníu, Írak og Aserbaijan.
Það var ekki aðeins Rauði krossinn sem naut starfskrafa hans en Magnús starfaði einnig fyrir friðargæslu utanríkisráðuneytisins, fyrir ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna og var einn af stofnendum Flugbjörgunarsveitarinnar.
Magnús lét sig sjaldan vanta á viðburði á vegum Rauða krossins, sérstaklega tengdum alþjóðaverkefnum hvort sem um opna fyrirlestra, fræðslu fyrir sendifulltrúa eða samveru sendifulltrúa og sjálfboðaliða var að ræða.
Magnús fékk fjölda viðurkenninga fyrir störf sín á ýmsum vettvangi m.a. riddarakross forseta Íslands árið 2003 fyrir hjálpar- og endurreisnarstörf á erlendum vettvangi, heiðursmerki Verkfræðingafélags Íslands árið 1993 og var gerður að heiðursfélaga í Jöklarannsóknarfélagi Íslands árið 2010. Þá fékk Magnús heiðursviðurkenningu á aðalfundi Rauða krossins vorið 2018.
Við vottum aðstandendum okkar dýpstu samúð en minningin um góðan mann lifir.
Magnús fékk heiðursviðurkenningu á aðalfundi Rauða krossins 2018.
Magnús að störfum í Írak.
Magnús lét sig sjaldan vanta á viðburði Rauða krossins. Hér er hann með Stefáni Pálssyni sem vann lengi hjá Rauða krossinum.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.