Almennar fréttir
Lokað á morgun, 14. febrúar
13. febrúar 2020
Vegna rauðrar viðvörunar verða starfsstöðvar Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Vesturlandi og Suðurnesjum lokaðar á morgun, föstudag.
Vegna rauðrar viðvörunar verða starfsstöðvar Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Vesturlandi og Suðurnesjum lokaðar á morgun, föstudag. Fólk er beðið um að vera ekki á ferðinni að óþörfu.
Viðbragðshópar Rauða krossins eru að sjálfsögðu í viðbragðsstöðu um allt land líkt og alla aðra daga! Hjálparsíminn 1717 er opinn allan sólarhringinn.
The Red Cross will be closed due to bad weather tomorrow.
Please follow the latest weather updates and follow the instructions of the police.
The Red Cross Emergency Responce unit will be on duty across the country today, like every other day! The Red Cross Helpline 1717 will be open, as usual.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.