Almennar fréttir
Lífróður til styrktar Frú Ragnheiði hefst í dag
14. desember 2018
Sérstök söfnun sjö slökkviliðs- og sjúkraflutningarmanna fyrir Frú Ragnheiði sem ætla að róa í sjö daga, stanslaust í eina viku.
Lífróður, sérstök söfnun sjö slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fyrir Frú Ragnheiði, hefst í dag. Þá ætla sjö einstaklinga að róa í sjö daga , stanslaust í eina viku, og safna þannig fjármunum fyrir Frú Ragnheiði.
Söfnunin fer fram í Under Armour búðinni í Kringlunni og hvetjum við alla til að kynna sér málið.
Hægt er að leggja söfnunni lið með eftirfarandi hætti:
Smella á gefa.raudikrossinn.is/8287 eða senda SMS-ið TAKK í símanúmerið 1900 til að gefa 1900 kr.
Einnig er hægt að mæta í Under Armour-búðina í Kringlunni og „taka róður“ gegn vægu gjaldi – 1.000 kr. sem renna eðlilega beint í þetta mikilvæga málefni.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.