Almennar fréttir
Lífróður til styrktar Frú Ragnheiði hefst í dag
14. desember 2018
Sérstök söfnun sjö slökkviliðs- og sjúkraflutningarmanna fyrir Frú Ragnheiði sem ætla að róa í sjö daga, stanslaust í eina viku.
Lífróður, sérstök söfnun sjö slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fyrir Frú Ragnheiði, hefst í dag. Þá ætla sjö einstaklinga að róa í sjö daga , stanslaust í eina viku, og safna þannig fjármunum fyrir Frú Ragnheiði.
Söfnunin fer fram í Under Armour búðinni í Kringlunni og hvetjum við alla til að kynna sér málið.
Hægt er að leggja söfnunni lið með eftirfarandi hætti:
Smella á gefa.raudikrossinn.is/8287 eða senda SMS-ið TAKK í símanúmerið 1900 til að gefa 1900 kr.
Einnig er hægt að mæta í Under Armour-búðina í Kringlunni og „taka róður“ gegn vægu gjaldi – 1.000 kr. sem renna eðlilega beint í þetta mikilvæga málefni.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.