Almennar fréttir
Leitað er eftir vaktstjóra í símaver Rauða krossins
27. september 2019
Rauði krossinn á Íslandi leitar að öflugum einstaklingi í starf vaktstjóra í símaver félagsins. Starfið felur í sér umsjón með starfsfólki í símaveri, kynna starfsemi Rauða krossins og bjóða fólki að styrkja samtökin.
Vaktstjóri símavers - hlutastarf
Rauði krossinn á Íslandi leitar að öflugum einstaklingi í starf vaktstjóra í símaver félagsins. Starfið felur í sér umsjón með starfsfólki í símaveri, kynna starfsemi Rauða krossins og bjóða fólki að styrkja samtökin.
Í starfinu gefst tækifæri til að kynnast verkefnum stærstu mannúðarhreyfingu heims og er tilvalið starf með skóla.
Vinnutími:
Um er að ræða hlutastarf þar sem unnið er 4 daga vikunnar. Vinnutíminn er frá kl. 15:00-21.00, mánudaga til fimmtudaga.
Helstu verkefni:
- Verkefnastjórn í símaveri í samráði við verkefnastjóra
- Móttaka og þjálfun starfsfólks símavers
- Skipulagning vakta starfsfólks símavers
- Ábyrgð á skráningu upplýsinga og gagnaöflun
Hæfniskröfur:
- Áhugi á starfi Rauða krossins
- Leiðtogahæfni, jákvæðni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Samviskusemi og áreiðanleiki
- Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
- Reynsla af verkefnastjórnun og/eða sambærilegu starfi er kostur
Nánari upplýsingar veitir:
Björg Kjartansdóttir sviðsstjóri fjáröflunar og kynningarsviðs Rauða krossins, bjorgk@redcross.is. Sótt er um starfið á Alferð. Umsóknarfrestur er til og með 6. október n.k. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og umsóknarbréf sem lýsir hæfni til að gegna starfinu.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.