Almennar fréttir

Leitað er eftir vaktstjóra í símaver Rauða krossins

27. september 2019

Rauði krossinn á Íslandi leitar að öflugum einstaklingi í starf vaktstjóra í símaver félagsins. Starfið felur í sér umsjón með starfsfólki í símaveri, kynna starfsemi Rauða krossins og bjóða fólki að styrkja samtökin.

Vaktstjóri símavers - hlutastarf

Rauði krossinn á Íslandi leitar að öflugum einstaklingi í starf vaktstjóra í símaver félagsins. Starfið felur í sér umsjón með starfsfólki í símaveri, kynna starfsemi Rauða krossins og bjóða fólki að styrkja samtökin.

Í starfinu gefst tækifæri til að kynnast verkefnum stærstu mannúðarhreyfingu heims og er tilvalið starf með skóla.

Vinnutími:

Um er að ræða hlutastarf þar sem unnið er 4 daga vikunnar. Vinnutíminn er frá kl. 15:00-21.00, mánudaga til fimmtudaga.

Helstu verkefni:

  • Verkefnastjórn í símaveri í samráði við verkefnastjóra
  • Móttaka og þjálfun starfsfólks símavers
  • Skipulagning vakta starfsfólks símavers
  • Ábyrgð á skráningu upplýsinga og gagnaöflun

Hæfniskröfur:

  • Áhugi á starfi Rauða krossins
  • Leiðtogahæfni, jákvæðni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Samviskusemi og áreiðanleiki
  • Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
  • Reynsla af verkefnastjórnun og/eða sambærilegu starfi er kostur

Nánari upplýsingar veitir:

Björg Kjartansdóttir sviðsstjóri fjáröflunar og kynningarsviðs Rauða krossins, bjorgk@redcross.is. Sótt er um starfið á Alferð. Umsóknarfrestur er til og með 6. október n.k. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og umsóknarbréf sem lýsir hæfni til að gegna starfinu.