Almennar fréttir
Laust starf verkefnastjóra í fjáröflun Rauða krossins
31. janúar 2019
Rauði krossinn óskar eftir öflugum, drífandi einstaklingi með hjartað á réttum stað til að vinna með okkur að fjáröflun.
Rauði krossinn óskar eftir öflugum, drífandi einstaklingi með hjartað á réttum stað til að vinna með okkur að fjáröflun. Markaðsmál og kynning á verkefnum Rauða krossins eru einnig hluti af starfinu. Starfið heyrir undir fjáröflunar- og kynningarsvið Rauða krossins á Íslandi. Um er að ræða hlutastarf þar sem unnið er frá kl.10-18 mánudag til fimmtudags.
Ert þú þessi drífandi og hugmyndaríki einstaklingur sem sér tækifæri í hverju horni?
Hæfniskröfur:
- Menntun sem nýtist í starfi
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og sveigjanleiki eru skilyrði
- Gott vald á íslenskri og enskri tungu
- Reynsla af verkefnastjórnun
- Góð tölvufærni
Helstu verkþættir:
- Fjáröflun
- Umsjón úthringivers
- Markaðs- og kynningarmál
Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á starf@redcross.is fyrir 14. febrúar 2019. Upplýsingar veitir Jóhanna Guðmundsdóttir verkefnastjóri í fjáröflun, johannagud@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.