Almennar fréttir

Lauk silfurstigi

02. september 2019

Arngunnur Ýr lauk silfurstigi í verkefninu Tækifæri á dögunum.

Arngunnur Ýr Magnúsdóttir var fyrst til þess að klára silfurstig í verkefninu Tækifæri.

Með Arngunni á myndinni er Sigrún Ósk L. Gunnarsdóttir sjálfboðaliði sem hefur fylgt henni í gegnum silfurstigið. Í verðlaun fékk Arngunnur veglegan og sérmerktan silfurpening og tvo miða í bíó.

Arngunnur mun svo byrja á gullstiginu í Tækifæri núna í september.

Tækifæri snýst um að gefa ungu fólki tækifæri til þess að velja verkefni og viðfangsefni sem þeim hentar og fá tækifæri til að vaxa og þroskast sem einstaklingar.

Tækifæri hjálpar þátttakendum að styrkja sig persónulega og auka færni sína á sama tíma og unnið er að markmiðum sem sett eru. Það er þátttakandinn sem stjórnar því hvað hann gerir næst og hvaða markmið eru sett.

 

Flokkarnir í Tækifæri

Í Tækifæri eru átta flokkar og þrjár tegundir af viðurkenningum.

Flokkarnir eru:

  • Tómstundir
  • Útivist
  • Heilsa
  • Einstaklingsþroski
  • Rauði krossinn
  • Umhverfismálefni
  • Alþjóðamálefni
  • Menning

Í þessum flokkum setja þátttakendur sér markmið og leysa verkefni.

Viðurkenningar eru veittar á þremur stigum:

  • Brons
  • Silfur
  • Gull

Á silfurstigi krefjast verkefni frekari þjálfunar á nýjum hæfileikum og frekari rannsókna. Unnin verða færri verkefni í hverjum flokki en meiri tíma varið í hvert verkefni. Þegar sex af átta flokkum er lokið er hægt að ganga frá silfurverðlaunum og afhenda verðlaun.

Vilt þú vera með í Tækifæri? Hafðu samband við Hörð verkefnastjóra.