Almennar fréttir
Landsvirkjun og Arion styrkja jólaaðstoð Rauða krossins
21. desember 2018
Í vikunni bárust Áfallasjóði Rauða krossins rausnarleg framlög frá Landsvirkjun og Arion banka.
Í vikunni bárust Áfallasjóði Rauða krossins rausnarleg framlög frá Landsvirkjun og Arion banka. Bæði framlögin voru 1 milljón króna og munu koma að góðum notum við jólaaðstoð Rauða krossins þetta árið.
Rauði krossinn áÍslandi veitir fólki sem býr við fátækt eða á í erfiðleikum, sérstaka aðstoðfyrir jólin með hjálp frá almenningi og fyrirtækjum um allt land. Markmiðjólaaðstoðar Rauða krossins er að aðstoða þá sem eiga erfitt með að haldagleðileg jól vegna bágrar fjárhagsstöðu. Aðstoðin felst í fjárstyrkjum,matarúthlutunum og fatakortum eftir því sem við á.
Rauði krossinn þakkar kærlega fyrir þessi framlög.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitGísli Rafn Ólafsson ráðinn sem nýr framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi
Almennar fréttir 04. febrúar 2025Rauði krossinn á Íslandi hefur ráðið Gísla Rafn Ólafsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins og hefur hann störf í þessari viku.
Rauði krossinn við Eyjafjörð leggur 2 milljónir til neyðarsöfnunar fyrir Gaza
Almennar fréttir 29. janúar 2025Í tilefni af 100 ára afmæli Rauða krossins við Eyjafjörð hefur stjórn deildarinnar ákveðið að leggja 2 milljónir króna til neyðarsöfnunarinnar. Með þessu vill deildin sýna samhug og stuðning við þá sem þurfa á hjálp að halda á þessum erfiðu tímum.
Kvennadeild Reykjavíkurdeildar styrkir Frú Ragnheiði um 1.300.000 krónur
Almennar fréttir 24. janúar 2025Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins afhenti nýverið skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði, styrk að andvirði 1.300.000 króna. Upphæðin er afrakstur sölu á jólabasar kvennadeildarinnar, auk handverks sem framleitt var af Prjónahópnum og selt í sölubúðum á Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvogi.