Almennar fréttir

Landspítalinn styrkir Rauða krossinn á Íslandi

02. febrúar 2023

Starfsmenn Landspítalans hafa styrkt Rauða krossinn um rúmlega 600 þúsund krónur.

88 starfsmenn Landspítalans völdu að styrkja Rauða krossinn á Íslandi frekar en að fá jólagjöf frá spítalanum. Fyrir vikið fékk félagið 616 þúsund króna styrk. Peningarnir verða notaðir til að vinna gegn hungri, eins og hópurinn óskaði eftir.

Við þökkum Landspítalanum kærlega fyrir þetta framlag til mannúðarmála, sem hjálpar okkur að hjálpa öðrum!

--

Rauði krossinn á Íslandi tilheyrir allri þjóðinni, en án stuðning hennar getur félagið ekki sinnt þeim fjölmörgu mikilvægu verkefnum sem það stendur fyrir, samfélaginu til góðs. Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum með því að gerast Mannvinur.