Almennar fréttir
Landsbankinn styrkir Rauða krossinn
16. maí 2022
Landsbankinn styrkir Rauða krossinn um 5.005.302 kr. vegna átakanna í Úkraínu.
Starfsmannasöfnun var haldin á vegum Landsbankans vegna átakanna í Úkraínu sem skilaði 5.005.302 kr. til viðbragðsverkefna Rauða krossins.
Framlagið verður nýtt til að mæta þörfum þolenda átakanna í Úkraínu og veita neyðarþjónustu eins og tryggja aðgengi að mat, vatni, heilbrigðisþjónustu, húsaskjóli og veita sálrænan stuðning. Söfnunin nær einnig yfir hjálparstarf Rauða krossins fyrir flóttafólk á Íslandi.
Við þökkum Landsbankanum fyrir ómetanlegt framtak.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.