Almennar fréttir
Krónan styrkir Konukot og Frú Ragnheiði
03. janúar 2020
Fyrir jól styrkti Krónan tvö verkefni Rauða krossins en viðskiptavinir verslunarinnar völdu þau.
Viðskiptavinir Krónunnar tóku þátt í að tilnefna styrkþega úr góðgerðarstyrktarsjóði Krónunnar í ár á samfélagsmiðlum. Fjöldi samtaka var tilnefndur en tvö verkefni Rauða krossins fengu flestar tilnefningar; Konukot, neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur, og verkefnið Frú Ragnheiður sem hefur það að markmiði að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu og að bjóða þeim upp á skaðaminnkandi þjónustu. Verkefnin fengu veglegan peningastyrk til að standa straum af starfsemi sinni.
Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar afhenti Árna Gunnarssyni formanni Rauða krossins í Reykjavík styrkina í húsakynnum Rauða krossins fyrir jól.
Krónan styrkti einnig ellefu önnur samtök sem sinna matarúthlutun fyrir jólin og starfa í nærumhverfi Krónunnar.
Rauði krossinn þakkar Krónunni og viðskiptavinum fyrir þetta veglega framlag til verkefnanna.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.