Almennar fréttir

KPMG styður neyðarsöfnun

28. febrúar 2023

KPMG styrkti neyðarsöfnun Rauða krossins vegna jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi með rúmlega 1,5 milljón króna framlagi.

KPMG setti af stað söfnun meðal starfsfólks vegna jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi. Alls söfnuðust 540.000 kr meðal starfsfólks og svo bætti KPMG 1.000.000 kr. við. Heildarupphæð styrksins frá KPMG var því 1.540.000 kr. sem rennur beint í neyðarsöfnun okkar vegna jarðskjálftanna.

Við þökkum KPMG kærlega fyrir þetta frábæra framtak og rausnarlegt framlag þeirra til mannúðarmála! Við minnum líka á að neyðarsöfnunin okkar er enn í fullum gangi.