Almennar fréttir
Kiwanisklúbburinn Hekla færði Rauða krossinum 1 milljón
29. mars 2022
Kiwanisklúbburinn Hekla lét gott af sér leiða og færði Rauða krossinum 1.000.000 kr. á dögunum. Styrkurinn verður nýttur fyrir flóttafólk sem kemur hingað til lands.

Á myndinni eru Ólafur G. Karlsson, formaður styrktarnefndar, Birgir Benediktsson, forseti Heklu og Björg Kjartansdóttir, sviðstjóri fjáröflunar og kynningarsviðs Rauða krossins.
Við þökkum Kiwanisklúbbnum Heklu kærlega fyrir sitt framlag!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bráðaliðar drepnir við störf sín
Alþjóðastarf 31. mars 2025Alþjóðaráð Rauða krossins segir svívirðilegt að átta bráðaliðar á vegum palestínska Rauða hálfmánans, auk starfsmanna almannavarna á Gaza og Sameinuðu þjóðanna, hafi verið drepnir við störf sín á svæðinu.

Þróunarsamvinna aldrei mikilvægari en nú
Almennar fréttir 28. mars 2025Bakslag í mannréttindum og minnkandi stuðningur við þróunarsamvinnu verður til umræðu á opnum fundi í Þjóðminjasafninu þriðjudaginn 1. apríl.

Efla seiglu með fræðslu og stuðningi
Innanlandsstarf 28. mars 2025Styrkur frá Rio Tinto hefur gert Rauða krossinum kleift að veita Grindvíkingum margvíslegan félagslegan stuðning á erfiðum tímum. Áfram verður haldið að styðja við þá og aðra íbúa á Suðurnesjum.