Almennar fréttir
Karlar í skúrum Vesturbyggð
16. maí 2019
Karlar í skúrum Vesturbyggð hefur nú verið starfrækt á Patreksfirði. Þetta er þriðji staðurinn á landinu þar sem Rauði krossinn stendur fyrir slíku verkefni.
Verkefni Barðastrandarsýsludeildar Karlar í skúrum hefur nú farið af stað á Patreksfirði og nefnist það Karlar í skúrum í Vesturbyggð, en til Vesturbyggðar teljast Bíldudalur, Patreksfjörður og sveitirnar þar í kring. Auk þess er Tálknafjörður á starfssvæði Rauða kross deildarinnar.
Þetta er því þriðji staðurinn á landinu þar sem Rauði krossinn stendur fyrir Karlar í skúrum, en einnig er boðið upp á þessa aðstöðu í Breiðholti og Hafnarfirði.
Karlar í skúrum er verkefni Rauða krossins sem opið er fyrir alla karlmenn 18 ára og eldri, þar sem skapað er rými, í skúrum, til þess að hittast, spjalla, huga að áhugamálum sínum og vinna að sameiginlegum handverkefnum.
Hörður Sturluson, verkefnastjóri Karlar í skúrum segir að kynningarfundur verkefnisins sem haldinn var nýlega á Patreksfirði, hafi gengið vonum framar. Á fundinn mættu 5 karlar sem allir eru komnir inn í verkefnið. Tveir af þeim sitja nú í stjórn Karlar í skúrum Vesturbyggð og því einnig orðnir sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum í Barðastrandarsýslu. Ásamt þeim mætti Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar og Helga Gísladóttir formaður Rauða krossins í Barðastrandasýslu. Sveitarfélagið útvegar aðstöðuna endurgjaldslaust.
Hörður segist hafa fundið fyrir mikilli jákvæðni meðal karlanna, en þeir munu svo sjá um að gera aðstöðuna snotra og mun starfsemin líklegast byrja á fullu í haust. Þá segir Hörður að reynslan sýni að þegar húsnæðið fari að taka á sig mynd þá fjölgi mikið þátttakendum í verkefninu.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.