Almennar fréttir
Karlar í skúrum Vesturbyggð
16. maí 2019
Karlar í skúrum Vesturbyggð hefur nú verið starfrækt á Patreksfirði. Þetta er þriðji staðurinn á landinu þar sem Rauði krossinn stendur fyrir slíku verkefni.
Verkefni Barðastrandarsýsludeildar Karlar í skúrum hefur nú farið af stað á Patreksfirði og nefnist það Karlar í skúrum í Vesturbyggð, en til Vesturbyggðar teljast Bíldudalur, Patreksfjörður og sveitirnar þar í kring. Auk þess er Tálknafjörður á starfssvæði Rauða kross deildarinnar.
Þetta er því þriðji staðurinn á landinu þar sem Rauði krossinn stendur fyrir Karlar í skúrum, en einnig er boðið upp á þessa aðstöðu í Breiðholti og Hafnarfirði.
Karlar í skúrum er verkefni Rauða krossins sem opið er fyrir alla karlmenn 18 ára og eldri, þar sem skapað er rými, í skúrum, til þess að hittast, spjalla, huga að áhugamálum sínum og vinna að sameiginlegum handverkefnum.
Hörður Sturluson, verkefnastjóri Karlar í skúrum segir að kynningarfundur verkefnisins sem haldinn var nýlega á Patreksfirði, hafi gengið vonum framar. Á fundinn mættu 5 karlar sem allir eru komnir inn í verkefnið. Tveir af þeim sitja nú í stjórn Karlar í skúrum Vesturbyggð og því einnig orðnir sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum í Barðastrandarsýslu. Ásamt þeim mætti Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar og Helga Gísladóttir formaður Rauða krossins í Barðastrandasýslu. Sveitarfélagið útvegar aðstöðuna endurgjaldslaust.
Hörður segist hafa fundið fyrir mikilli jákvæðni meðal karlanna, en þeir munu svo sjá um að gera aðstöðuna snotra og mun starfsemin líklegast byrja á fullu í haust. Þá segir Hörður að reynslan sýni að þegar húsnæðið fari að taka á sig mynd þá fjölgi mikið þátttakendum í verkefninu.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.