Almennar fréttir
Karlar í skúrum smíðuðu peningakassa
11. nóvember 2019
Steindór og Hallgrímur, meðlimir Karla í skúrum smíðuðu trékassa fyrir Rauða krossinn.
Karlar í skúrum bardúsa ýmislegt. Nú á dögunum smíðuðu þeir Steindór Guðjónsson og Hallgrímur Guðmundsson, meðlimir Karla í skúrum trékassa fyrir Rauða krossinn, en hann verður notaður til þess að flytja erlenda mynt sem safnast og ekki er hægt að koma í verð hérlendis. Kassinn var smíðaður eftir ósk og mun handverkið eflaust koma að góðum notum.
Steindór Guðjónsson er formaður Karla í skúrum í Hafnarfirði og er einnig smíðakennari og húsagagnasmiður. Hallgrímur Guðmundsson er meðstjórnandi Karla í skúrum í Hafnarfirði og húsasmiður.
Karlar í skúrum er samfélagslegt verkefni Rauða krossins í Hafnafirði og Garðabæ sem er opið fyrir alla karlmenn. Skúrinn er umhverfi þar sem karlmenn á öllum aldri geta unnið að sameiginlegum og/eða persónulegum verkefnum sem þeir ákveða sjálfir. Þar skiptast þeir á þekkingu og gefa til samfélagsins í leiðinni. Einstaklega ánægjulegt var að þeir Steindór og Hallgrímur skyldu vera tilbúnir að verða við ósk fjáröflunarsviðs að smíða kassann.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit100 ára afmælishátíð Rauða krossins í Hörpu
Almennar fréttir 20. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi náði þeim áfanga á dögunum að ná 100 ára aldri. Tímamótunum hefur verið fagnað með ýmsum hætti, svo sem greinaskrifum, viðtölum, útgáfu viðamikils rits um sögu félagsins og nú síðast hátíðarfundar í Hörpu þann 10. desember síðastliðinn.
Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli
Almennar fréttir 10. desember 2024Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land.
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
Almennar fréttir 03. desember 2024Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.