Almennar fréttir
Karlar í skúrum smíðuðu peningakassa
11. nóvember 2019
Steindór og Hallgrímur, meðlimir Karla í skúrum smíðuðu trékassa fyrir Rauða krossinn.
Karlar í skúrum bardúsa ýmislegt. Nú á dögunum smíðuðu þeir Steindór Guðjónsson og Hallgrímur Guðmundsson, meðlimir Karla í skúrum trékassa fyrir Rauða krossinn, en hann verður notaður til þess að flytja erlenda mynt sem safnast og ekki er hægt að koma í verð hérlendis. Kassinn var smíðaður eftir ósk og mun handverkið eflaust koma að góðum notum.
Steindór Guðjónsson er formaður Karla í skúrum í Hafnarfirði og er einnig smíðakennari og húsagagnasmiður. Hallgrímur Guðmundsson er meðstjórnandi Karla í skúrum í Hafnarfirði og húsasmiður.
Karlar í skúrum er samfélagslegt verkefni Rauða krossins í Hafnafirði og Garðabæ sem er opið fyrir alla karlmenn. Skúrinn er umhverfi þar sem karlmenn á öllum aldri geta unnið að sameiginlegum og/eða persónulegum verkefnum sem þeir ákveða sjálfir. Þar skiptast þeir á þekkingu og gefa til samfélagsins í leiðinni. Einstaklega ánægjulegt var að þeir Steindór og Hallgrímur skyldu vera tilbúnir að verða við ósk fjáröflunarsviðs að smíða kassann.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.