Almennar fréttir
Karlar í skúrum smíðuðu peningakassa
11. nóvember 2019
Steindór og Hallgrímur, meðlimir Karla í skúrum smíðuðu trékassa fyrir Rauða krossinn.
Karlar í skúrum bardúsa ýmislegt. Nú á dögunum smíðuðu þeir Steindór Guðjónsson og Hallgrímur Guðmundsson, meðlimir Karla í skúrum trékassa fyrir Rauða krossinn, en hann verður notaður til þess að flytja erlenda mynt sem safnast og ekki er hægt að koma í verð hérlendis. Kassinn var smíðaður eftir ósk og mun handverkið eflaust koma að góðum notum.
Steindór Guðjónsson er formaður Karla í skúrum í Hafnarfirði og er einnig smíðakennari og húsagagnasmiður. Hallgrímur Guðmundsson er meðstjórnandi Karla í skúrum í Hafnarfirði og húsasmiður.
Karlar í skúrum er samfélagslegt verkefni Rauða krossins í Hafnafirði og Garðabæ sem er opið fyrir alla karlmenn. Skúrinn er umhverfi þar sem karlmenn á öllum aldri geta unnið að sameiginlegum og/eða persónulegum verkefnum sem þeir ákveða sjálfir. Þar skiptast þeir á þekkingu og gefa til samfélagsins í leiðinni. Einstaklega ánægjulegt var að þeir Steindór og Hallgrímur skyldu vera tilbúnir að verða við ósk fjáröflunarsviðs að smíða kassann.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.