Almennar fréttir
Karlar í skúrum
27. febrúar 2020
Verkefnið er starfrækt á nokkrum stöðum á landinu
Karlar í skúrum er opið fyrir alla karlmenn og gefur þeim stað og stund til að hittast, spjalla og vinna að ýmsum sameiginlegum verkefnum sem þeir sjálfir ákveða. Þar skiptast þeir á þekkingu og gefa til samfélagsins í leiðinni. Markmið verkefnisins er að skapa aðstæður þar sem heilsa og vellíðan karlmanna er í fyrirrúmi, þar sem þeir halda sér við líkamlega, andlega og félagslega.
Verkefnið er staðsett í
- Hafnafirði, Helluhrauni 8 - opið þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 10-13
- Breiðholti í Arnarbakka 2 - opið þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 10-13
- Vesturbyggð, Patreksfirði - opið miðvikudaga frá kl. 10
Von bráðar opna skúrar í Mosfellsbæ og Kópavogi.
Kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 12. mars kl. 10 í Digraneskirkju.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitJólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.
Seldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.