Almennar fréttir
Jólamerkimiðar Rauða krossins 2024 eru komnir út
28. nóvember 2024
Jólamerkimiðar Rauða krossins 2024 eru farnir í dreifingu á höfuðborgarsvæðinu. Hægt verður að nálgast þá í verslunum Kjörbúðar, Krambúðar og N1 á landsbyggðinni. Í ár eru jólamerkimiðarnir skreyttir með myndum sem myndlistarkonan Sísí Ingólfsdóttir gerði sérstaklega fyrir miðana.
Sísí hefur stimplað sig rækilega inn í hjörtu landsmanna með margvíslegri listsköpun sinni, en er kannski frægust fyrir útsaumsverk sín þar sem hún biðst afsökunar á alls kyns hversdagslegum hlutum og uppákomum á gamansaman hátt. Verkin hafa slegið í gegn, enda nær Sísí að fanga þjóðarsálina í þeim á einstakan og skemmtilegan hátt. Miðarnir í ár eru byggðir á þessu skemmtilega þema.
Við vonum að þú njótir miðanna og að þeir hjálpi þér að gera pakkana þína fallegri og hátíðlegri. Við hvetjum þig til að nota miðana, óháð því hvort þú sérð þér fært að greiða fyrir þá til að styrkja starf Rauða krossins.
Svona greiðir þú fyrir jólamerkimiðana:
- Leggur inn á reikning 0342-26-272, kt. 530269-2649
- Sendir SMS-ið JOL í númerið 1900 og styrkir um 3.300 kr. (Síminn og Nova)
- Greiðir í gegnum Aur (1235704000)
- Greiðir valgreiðslukröfu í heimabankanum þínum
- Greiðir í gegnum vefverslun okkar hér
Með því að greiða fyrir jólaheftið styður þú innanlandsstarf Rauða krossins, en verkefnin styðja meðal annars vel við þá sem upplifa einmannaleika, sorg og áhyggjur yfir hátíðina.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitGísli Rafn Ólafsson ráðinn sem nýr framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi
Almennar fréttir 04. febrúar 2025Rauði krossinn á Íslandi hefur ráðið Gísla Rafn Ólafsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins og hefur hann störf í þessari viku.
Rauði krossinn við Eyjafjörð leggur 2 milljónir til neyðarsöfnunar fyrir Gaza
Almennar fréttir 29. janúar 2025Í tilefni af 100 ára afmæli Rauða krossins við Eyjafjörð hefur stjórn deildarinnar ákveðið að leggja 2 milljónir króna til neyðarsöfnunarinnar. Með þessu vill deildin sýna samhug og stuðning við þá sem þurfa á hjálp að halda á þessum erfiðu tímum.
Kvennadeild Reykjavíkurdeildar styrkir Frú Ragnheiði um 1.300.000 krónur
Almennar fréttir 24. janúar 2025Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins afhenti nýverið skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði, styrk að andvirði 1.300.000 króna. Upphæðin er afrakstur sölu á jólabasar kvennadeildarinnar, auk handverks sem framleitt var af Prjónahópnum og selt í sölubúðum á Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvogi.